Nýju fötin keisarans Rúnar Gunnarsson skrifar 2. mars 2021 08:00 Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný eru reglur um klæðaburð þingmanna til umræðu. Þar fer mikinn þingmaður Miðflokksins sem finnst óboðlegt að hleypa fólki inn í þingsali nema það sé upp klætt og með hálstau. Hann talar um að þetta snúist um virðingu en ég ber ekki mikla virðingu fyrir málflutningi Miðflokksins þó þar séu sannarlega jakkafataklæddir menn á ferðinni. Mér persónulega finnst það mikilvægara að þingmenn vinni störf sín með sæmd þó svo að þeir séu bindislausir. Í svari við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar á 148. löggjafarþingi 2017-2018 segir forseti Alþingis meðal annars „Þá er venja að alþingismenn klæðist formlegum og snyrtilegum klæðnaði á þingfundum“ og „Þá er að lokum rétt að benda á að hefðir og venjur breytast í tímans rás. Sumt leggst af en annað kemur í staðinn.”. Þess vegna þarf snyrtilegur klæðnaður ekki endilega að vera jakkaföt og bindi, það er vel hægt að vera snyrtilegur í gallabuxum og skyrtu þó svo að engin sé jakkinn. Er það grafalvarlegt að koma jakkalaus í ræðupúlt? Gerir það þingmann Miðflokksins betri í sínu starfi að vera með bindi eða hvað? Mér hefur sýnst að þeir sem hafa stigið bindislausir í pontu á Alþingi hafi bara staðið ágætlega fyrir sínu máli. Og flestir vita hvar fötin þeirra eru ólíkt þingmanni einum úr Miðflokknum sem vaknaði buxnalaus eftir setu á Klausturbar (væntanlega þó enn með bindið). Ég held að nú sé tíminn til að koma Alþingi inn í samtímann og gera þingmönnum kleift að vera þægilega klæddir, um leið og þeir eru snyrtilega klæddir, og sleppa því að gera steinaldarlegar kröfur um klæðaburð. Leyfum þingmönnum að vinna sín störf með sóma með því að leyfa klæðaburði að verða nútímalegri og í takt við tíðarandann. Höfundur er bindislaus og á náttbuxum við þessi skrif, ásamt því að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar