Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2021 09:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni. Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðmundi Inga sem býður sig nú fram til þings í fyrsta sinn. Áður hefur Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að hann sækist einnig eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, en hún sagði skilið við þingflokkinn fyrr á kjörtímabilinu og gekk til svo til liðs við Samfylkinguna. Guðmundur Ingi segir í tilkynningunni að hann hafi fylgt VG að málum frá upphafi, ekki síst vegna áherslu á umhverfis- og náttúruvernd, mannréttindi og réttlátara samfélag. „Það eru stór verkefni framundan í íslensku samfélagi sem mig langar að taka þátt í á vettvangi stjórnmálanna. Vinna þarf bug á atvinnuleysi með fjölbreyttum úrræðum og koma í veg fyrir að fólk festist í langvarandi atvinnuleysi. Uppbyggingin í kjölfar kórónuveirufaraldursins þarf að vera með grænum formerkjum og horfa til jöfnuðar og réttlætis. Stóra áskorun okkar tíma er loftslagsváin. Sem ráðherra hef ég lagt áherslu á að koma loftslagsmálunum aftur á kortið með fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun stjórnvalda og vinnu að kolefnishlutleysi 2040. Stjórnvöld hafa nýlega kynnt hert markmið í loftslagsmálum og á næsta kjörtímabili er mikilvægt að gera enn betur og hægt að byggja á þeim góða grunni sem nú hefur verið lagður. Á kjörtímabilinu hafa yfir 10 svæði verið friðlýst þar með talin Jökulsá á Fjöllum, Goðafoss og Geysir. Frumvarp mitt um Hálendisþjóðgarð liggur fyrir Alþingi og byggir á vinnu þverpólitískrar nefndar. Landvarsla hefur verið efld um allt land og innviðir til verndar náttúru og menningarminjum að sama skapi. Framtíðarsýn mín er sú að Ísland verði land náttúruverndar - þjóðgarðalandið Ísland - þar sem vernd og sjálfbær nýting auðlinda er leiðarstefið. Það mun auka jákvæða ímynd landsins og laða að fólk til að búa og heimsækja landið okkar. Ég vil sjá Ísland þróast sem réttlátara samfélag þar sem efnameira fólk leggur meira til samfélagsins og við búum barnafjölskyldum, öryrkjum og eldri borgurum áhyggjulausara líf. Við þurfum að byggja á þeim skrefum sem stigin hafa verið á þessu kjörtímabili, eins og með þrepaskiptu skattkerfi, lengingu fæðingarorlofs og nýjum úrræðum í húsnæðismálum. Jafnréttis- og mannréttindamál eru mér einnig að sjálfsögðu ofarlega í huga, ekki síst kvenfrelsi og réttindi hinsegin fólks. Ég hlakka til að pólitískrar umræðu um hvernig við getum gert samfélagið okkar og umheiminn allan að betri stað. Það er verkefnið framundan,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningunni.
Suðvesturkjördæmi Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira