Safna ellefu milljónum til að mæta heilsuáskorunum Jóhannesar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 15:46 Jóhannes Stefánsson uppljóstrari Samherji Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Komið hefur verið á fót GoFundMe síðu til styrktar Jóhannesi Stefánssyni fyrrverandi starfsmanni Samherja í Namibíu til að fjármagna læknismeðferð sem hann segist þurfa á að halda. Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jóhannes hefur sagt íslenska lækna telja að einkenni sem hann glími við komu heim og saman við einstakling sem eitrað hefur verið fyrir. Stefnt er á að safna 75 þúsund dollurum fyrir Jóhannes eða sem nemur um ellefu milljónum króna. Uppljóstrarasamtökin Whistleblowing International, ANA LOGO og Whistleblower Network News, National Whistleblower Center standa fyrir söfnuninni í gegnum GoFundMe. Jóhannes lak gögnum sem hann komst yfir í starfi sínu hjá Samherja sem hafa orðið tilefni dómsmáls í Namibíu og sakamálarannsóknar hér á landi. Ráðamenn í Namibíu og yfirmenn hjá Samherja eru sakaðir um að lögbrot varðandi viðskipti með fiskveiðirétt í Afríku. „Lækna í heimalandi hans Íslandi grunar að eitrað hafi verið fyrir honum. Ísland býr því miður ekki yfir bestu mögulegu tækjum og þjónustu á sviði læknisfræði til að greina um hvaða eitur ræðir og veita honum þá meðferð sem þarf. Hann þarf því alþjóðlega aðstoð,“ segir í frétt The Namibian sem vísar til tilkynningar vegna söfnunarinnar. Ekki kemur nánar fram í hverju tækjaskortur og þekking íslenska heilbrigðiskerfisins eigi að felast. Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016 og segist Jóhannes í framhaldinu hafa flutt til Suður-Afríku þar sem öryggis hans hafi verið gætt allan sólarhringinn. Hann telur að eitrað hafi verið fyrir honum á hóteli í Suður-Afríku. Markmiðið hafi verið að ráða honum bana. Hann býr í dag á Íslandi og tjáði Namibian að hann tjái sig sjaldan um heilsu sína og vandamál henni tengd. „Ég hef ekki viljað segja margt um þetta en ég verð að gera eitthvað í þessu. Nú eru liðin fjögur ár og það er voðalega lítið sem ég get gert. Ég hef unnið í áætlun til að ná betri heilsu síðustu fjögur ár og gert allt sem mér hefur verið unnt,“ segir Jóhannes. Hann segir að fleira eigi eftir að koma fram er varðar Samherjaskjölin en hann hafi gert hvað hann geti gert. „Ég á eftir að komast í ýmislegt en afköstin takmarkast af heilsu minni út af einkennum mínum. En ég er alltaf jákvæður og bjartsýnn og þetta mun ganga upp á einn hátt eða annan.“ Einkenni sem hann glími við snúi meðal annars að skjálfta, sjóntruflunum, sársaukaverkjum um allan líkama, svima, höfuðverk og fleiru. „Ég verð að finna lausn á þessum heilsufarsvandamálum...og auvðitað koma lífi mínu aftur í gang, geta unnið og lifað. Og að berjast af enn meiri krafti gegn spillingu.“ 645 evrur hafa safnast þegar þessi frétt er skrifuð sem svarar til um hundrað þúsund króna.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira