Mikilvægi menntastefnu á breyttum vinnumarkaði Sigmundur Halldórsson skrifar 3. mars 2021 09:01 VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
VR verður að vera í fremstu röð þegar kemur að stuðningi við sitt félagsfólk þegar kemur að þeim breytingum sem nú eru að verða á vinnumarkaði. Undanfarin ár höfum við í stjórn VR unnið að því að undirbúa okkur fyrir framtíðina vegna þeirra breytinga sem eru að verða á vinnumarkaði. Sú breyting mun, ef spár ganga eftir, hafa veruleg áhrif á okkar félagsfólk og reyndar miklu víðar í samfélaginu. Innan VR höfum við brugðist við þessu með því að skoða hvernig framtíðin gæti litið út og unnið að tillögum um hvernig verði best tryggt að sú breyting sem nú er hafin muni nýtast launafólki og samfélaginu öllu. Það má kannski segja að heimsfaraldurinn hafi gefið okkur innsýn inn í þessa þróun. Bæði varð breyting á vinnumarkaði þegar störf einfaldlega hurfu og eins hefur starfsemi margra fyrirtækja tekið miklum breytingum. Sem dæmi er því nú spáð að hefðbundin verslun eigi eftir að taka miklum breytingum og sú þróun sem varð á nokkrum mánuðum í netverslun sé ígildi nokkura ára þar á undan. Þróun sem muni ekki ganga til baka þegar heimsfaraldrinum líkur. Þetta kallar því á aðlögun og endurmenntun. Þess vegna er mikilvægt að VR hefur mótað menntastefnu þar sem lögð er áhersla á takast á við þessar breytingar á vinnumarkaði. VR leggur áherslu á að félagsmönnum VR sé tryggður sá möguleiki að þróast í starfi á íslenskum vinnumarkaði, hvort um sé að ræða grunnnám, framhaldsnám, háskólanám eða annað sérhæft nám. VR kappkostar að félagsmönnum gefist kostur á að bæta við sig aukinni hæfni í takt við tæknibreytingar og stafræna þróun í íslensku samfélagi. VR tekur virkan þátt í þeim verkefnum í íslensku samfélagi sem talin eru til framdráttar varðandi frekari menntun og hæfni félagsmanna VR. Þær breytingar sem nú eru hafnar eru þess eðlis að fyrirtæki gætu séð sér hag í því að breyta sinni starfsemi þannig að störfum fækki. Spjallmenni sem tekur við af þjónustufulltrúa er ágætt dæmi um slíkt. Það er því afar mikilvægt að tryggja þeim sem standa frammi fyrir slíkum breytingum tækifæri til þess að leggja mat á færni sína og leita nýrra tækifæra. Helst af öllu þannig að viðkomandi geti fundið starfskröftum sínum farveg hjá sama fyrirtæki. Við hjá VR leggjum því mikla áherslu á að auðvelt sé fyrir félagsfólk okkar að sækja sér menntun á meðan það er í starfi og að fullur stuðningur sé við atvinnuleitendur sem þurfa að bæta við hæfni sína á meðan á atvinnuleit stendur. Hér þarf að horfa bæði til mögulegra breytinga á regluverki sjóða sem styðja við atvinnuleitendur og þeirra sem þurfa að sækja nám. Annar mikilvægur þáttur er að hver og einn geti með einföldum og skilvirkum hætti áttað sig á sinni raunverulegu færni. Þar hefur VR unnið brautryðjendastarf með þróun á stafræna hæfnihjólinu. Markmiðið með stafræna hæfnihjólinu er að veita yfirsýn yfir hvaða mismunandi stafrænu hæfnisvið eru til og skipta máli, ásamt beinum uppástungum um hvernig auka megi hæfni á mikilvægustu sviðunum. Allir geta nýtt sér stafræna hæfnishjólið á stafraenhaefni.is. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar