Telur að Rashford þurfi á aðgerð að halda eftir Evrópumótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 12:30 Marcus Rashford er að glíma við meiðsli þessa dagana. Simon Stacpoole/Getty Images Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja þegar kemur að knattspyrnu, telur að Marcus Rashford sé að glíma við meiðsli á öxl og þurfi að fara í aðgerð þegar Evrópumótinu í sumar lýkur. Þetta kemur fram í tísti sem Winter birti á dögunum. „Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
„Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira