Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2021 06:42 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í nótt. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Þá segir hún að fjölskyldumeðlimir hafi spurt Harry hversu dökkan húðlit hann héldi að Archie myndi vera með en móðir Meghan er svört. Þetta kom fram í viðtali bandarísku sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey við Meghan og Harry sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni CBS í nótt. Viðtalsins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er ítarlega fjallað um það í fjölmiðlum beggja vegna Atlantshafs, meðal annars á vef BBC og Guardian, en það verður ekki sýnt í bresku sjónvarpi fyrr en í kvöld. Meghan sagði að konungsfjölskyldan hefði lagt mikið á sig til þess að neita Archie um konunglegan titil auk þess sem honum hefði verið neitað um öryggisgæslu. Þá hefði enginn í konungsfjölskyldunni komið henni til varnar eða stutt við bakið á henni þegar bresku slúðurmiðlarnir hófu að fjalla um húðlit Meghan, þá staðreynd að móðir hennar væri svört og hvernig Archie myndi þá líta út. Hér fyrir neðan má sjá brot úr viðtalinu sem AP-fréttastofan birtir. Skýr, raunveruleg og skelfileg hugsun Meghan sagði að henni hefði liðið mjög illa vegna óvæginnar fjölmiðlaumfjöllunar en henni hefði verið ítrekað neitað um hjálp innan fjölskyldunnar. Þá hefði henni verið ráðið frá því að fara frá Englandi og yfirgefa konungshöllina. „Þetta var allt að gerast bara vegna þess að ég anda,“ sagði Meghan og brast í grát á einum tímapunkti í viðtalinu að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. „Ég vildi ekki lifa lengur. Það var hugsun sem var skýr, raunveruleg og skelfileg og sótti stöðugt á mig.“ Þá spurði Oprah hana hvort hún hefði hugsað um blandaðan bakgrunn sinn, bandarískan ríkisborgararétt sinn eða þá staðreynd að hún er fráskilin þegar hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Ég hugsaði um það því þau létu mig hugsa um það,“ svaraði Meghan. Bæði Meghan og Harry hrósuðu drottningunni sjálfri, Elísabetu, ömmu Harrys, og vildu ekki benda mikið á einstaka meðlimi konungsfjölskyldunnar. Þau lýstu fjölskyldumeðlimum frekar sem föngum stofnunarinnar sem skilgreinir þá. Þeir væru fyrst og fremst mjög hræddir við að lenda í „skrímslavélinni“, eins og Meghan kallaði slúðurpressuna, sem gæti hvenær sem er snúist gegn þeim eins og hefði gerst í hennar tilfelli. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira