Anníe Mist mjög spennt fyrir því að stóra stundin sé að renna upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 09:19 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Söru Sigmundsdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttir en þær hafa allar náð frábærum árangri í CrossFit íþróttinni undanfarin ár. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur ekki marga daga í viðbót til að undirbúa endurkomuna. The Open hefst í þessari viku og það verður fyrsta keppni íslensku CrossFit goðsagnarinnar síðan hún eignaðist Freyju Mist í ágúst. Anníe Mist hefur unnið marga sigra á frábærum ferli sínum og sú prófraun sem bíður hennar í endurkomunni gæti án efa endað í þeim flokki takist henni að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í CrossFit íþróttinni. „Ég er svo spennt fyrir morgundeginum. Vikan sem CrossFit Open 2021 byrjar. Ekki gleyma ... hafðu alltaf trú á þér og ekki óttast það að gera mistök,“ skrifaði Anníe Mist í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Gefðu allt þitt í þetta, nýttu þér góð ráð og reyndu að bæta þig í framhaldinu,“ skrifaði Anníe. „Ímyndaðu þér að ef ég hefði ekki tekið þátt í minni fyrstu CrossFit keppni af því að ég hafði áhyggjur af því að geta ekki staðið mig nógu vel í jafnhendingunni þá er alveg möguleiki á því að líf mitt hefði verið öðruvísi,“ skrifaði Anníe. „Kannski hefði ég ekki orðið heimsmeistari, kannski hefði ég aldrei hitt þetta ótrúlega fólk eða farið á alla þessa stórkostlegu staði og kannski værir þú þá ekki að lesa þetta núna,“ skrifaði Anníe. „Ég elska að tala um það að fuglinn á greininni er aldrei hræddur um að greinin brotni af því að hann treystir á vængina sína en ekki sjálfa trjágreinina,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Þegar Open hefst 11. mars næstkomandi verða liðnir sjö mánuðir síðan að Anníe Mist varð mamma í fyrsta sinn. Endurkoman hefur reynt á hana enda gengið ekki alveg eins vel og hún bjóst við en það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig henni mun ganga á The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Anníe Mist hefur unnið marga sigra á frábærum ferli sínum og sú prófraun sem bíður hennar í endurkomunni gæti án efa endað í þeim flokki takist henni að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í CrossFit íþróttinni. „Ég er svo spennt fyrir morgundeginum. Vikan sem CrossFit Open 2021 byrjar. Ekki gleyma ... hafðu alltaf trú á þér og ekki óttast það að gera mistök,“ skrifaði Anníe Mist í færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Gefðu allt þitt í þetta, nýttu þér góð ráð og reyndu að bæta þig í framhaldinu,“ skrifaði Anníe. „Ímyndaðu þér að ef ég hefði ekki tekið þátt í minni fyrstu CrossFit keppni af því að ég hafði áhyggjur af því að geta ekki staðið mig nógu vel í jafnhendingunni þá er alveg möguleiki á því að líf mitt hefði verið öðruvísi,“ skrifaði Anníe. „Kannski hefði ég ekki orðið heimsmeistari, kannski hefði ég aldrei hitt þetta ótrúlega fólk eða farið á alla þessa stórkostlegu staði og kannski værir þú þá ekki að lesa þetta núna,“ skrifaði Anníe. „Ég elska að tala um það að fuglinn á greininni er aldrei hræddur um að greinin brotni af því að hann treystir á vængina sína en ekki sjálfa trjágreinina,“ skrifaði Anníe Mist. Freyja Mist kom í heiminn 10. ágúst síðastliðinn. Þegar Open hefst 11. mars næstkomandi verða liðnir sjö mánuðir síðan að Anníe Mist varð mamma í fyrsta sinn. Endurkoman hefur reynt á hana enda gengið ekki alveg eins vel og hún bjóst við en það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig henni mun ganga á The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira