Una sækist eftir einu af efstu sætunum hjá VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2021 12:20 Una Hildardóttir. Vísir/Hanna andrésdóttir Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar, sækist eftir 1. til 2. sæti í komandi forvali flokksins vegna komandi þingkosninga. Frá þessu greinir Una í tilkynningu til fjölmiðla. Áður hafa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að þeir sækist eftir efsta sætið á lista flokksins. Í tilkynningunni frá Unu segir að hún sé 29 ára og uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún búi ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Frá árinu 2011 hef ég tekið virkan þátt í starfi vinstri grænna. Fyrstu þrjú árin í stjórn Ungra vinstri grænna og síðar sem gjaldkeri VG frá 2016 til 2019. Í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar og hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, til að mynda sem formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ og kosningastýra Ungra vinstri grænna í alþingiskosningum 2013. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum síðastliðin ár. Þannig hef ég gegnt embætti forseta Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðin tvö ár og var ritari LUF frá 2017 til 2019. Jafnframt hef ég frá sveitarstjórnarkosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unu að auka þurfi þátttöku og sýnileika ungs fólks og þá sérstaklega ungra kvenna í stjórnmálum. Því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. „Ég vil beita mér í auknum mæli fyrir mannréttindum, velferðarmálum og jöfnuði, einkum á milli kynslóða. Við uppbyggingu eftir efnahagskreppu heimsfaraldurs er mikilvægt að horfa sérstaklega til stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og tryggri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja enn meiri kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni,“ er haft eftir Unu. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Frá þessu greinir Una í tilkynningu til fjölmiðla. Áður hafa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að þeir sækist eftir efsta sætið á lista flokksins. Í tilkynningunni frá Unu segir að hún sé 29 ára og uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún búi ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Frá árinu 2011 hef ég tekið virkan þátt í starfi vinstri grænna. Fyrstu þrjú árin í stjórn Ungra vinstri grænna og síðar sem gjaldkeri VG frá 2016 til 2019. Í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar og hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, til að mynda sem formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ og kosningastýra Ungra vinstri grænna í alþingiskosningum 2013. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum síðastliðin ár. Þannig hef ég gegnt embætti forseta Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðin tvö ár og var ritari LUF frá 2017 til 2019. Jafnframt hef ég frá sveitarstjórnarkosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unu að auka þurfi þátttöku og sýnileika ungs fólks og þá sérstaklega ungra kvenna í stjórnmálum. Því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. „Ég vil beita mér í auknum mæli fyrir mannréttindum, velferðarmálum og jöfnuði, einkum á milli kynslóða. Við uppbyggingu eftir efnahagskreppu heimsfaraldurs er mikilvægt að horfa sérstaklega til stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og tryggri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja enn meiri kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni,“ er haft eftir Unu.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16
Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24