„Dagur langbestur í deildinni í síðustu leikjum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 15:00 Dagur Arnarsson hefur komið með beinum hætti að rétt tæpum tíu mörkum að meðaltali í leik. Vísir/Vilhelm Sportið í dag bauð upp á sérstaka handboltaútgáfu í nýjast þættinum þar sem tveir sérfræðingar úr Seinni bylgjunni mættu til Henrys Birgis Gunnarssonar. Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira
Henry Birgir fékk þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson til sín í nýjasta hlaðvarpsþátt Sportsins í dag en þar ræddu þeir Olís deild karla í handbolta sem er rétt rúmlega hálfnuð. Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur verið atkvæðamikill í Eyjaliðinu í vetur en enginn leikmaður hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína en hann. Dagur er með 5,3 stoðsendingar og 4,6 mörk að meðaltali í leik. Eyjamenn hafa verið óheppnir með meiðsli lykilmanna á þessari leiktíð og þeir eru eins og er bara í níunda sæti deildarinnar og því í raun utan úrslitakeppni eins og staðan er í dag. Það eru samt bara þrjú stig upp í fjórða sætið. „Þeir eiga þrátt fyrir öll þessu meiðsli þennan demant í Degi Arnarssyni. Hann fór rólega af stað en hefur síðan tekið yfir deildina og leiðir deildina í mörkum og stoðsendingum samanlagt og annað. Hann fékk svolítið lyklana fyrir tímabilið og var ekki alveg tilbúinn í það fyrst en hefur síðan sýnt það að hann er alveg til í það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Í síðustu fimm, sex, sjö umferðum þá hefur hann verið langbesti leikmaðurinn í deildinni. Ef hann hefði haft aðeins fleiri með sér og ÍBV væri kannski þremur til fjórum sætum hærra þá hefði hann komið sterklega til greina sem besti leikmaður deildarinnar í fyrri hlutanum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Það verður ótrúlega spennandi að sjá hvernig hann spilar úr framhaldinu. Ef hann heldur þessum standard og Sigtryggur, Ásgeir og Fannar koma inn í þetta af fullum krafti þá verða þeir illviðráðanlegir þegar fer að vora og allt verður vitlaust í höllunum,“ sagði Einar Andri . Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Sportið í dag Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Sjá meira