Alls fimm Íslendingar sem munu taka þátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:01 Aron Pálmarsson er á sínum stað með Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Getty/Frank Molter Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk nýverið og nú er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar. Þar verða þrír íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni ásamt tveimur fyrrum landsliðsmönnum sem starfa nú sem þjálfarar. Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í stórlið Barcelona taka á móti norska liðinu Elverum. Verkefnið ætti ekki að reynast Börsungum ofviða en liðið hefur verið óstöðvandi það sem af er leiktíð. Liðið fagnaði bikarmeistaratitli á dögunum og þá fór það í gegnum riðlakeppni Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga sem og það er enn með fullt hús stiga heima fyrir. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék með Elverum áður en hann færði sig um set til Łomża Vive Kielce í Póllandi. Hornamaðurinn knái og samherjar hans mæta franska liðinu Nantes en bæði Íslendinga liðin eiga leik á útivelli þann 31. mars næstkomandi. Gamla brýnið Alexander Petersson er svo kominn aftur í deild þeirra bestu en hann gekk í raðir þýska stórliðsins Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu HM í Egyptalandi sem fram fór í janúar. Alexander mætir Zagreb frá Króatíu þann 1. apríl, einnig á útivelli. Roland Valur Eradze starfar í dag hjá Motor Zoporozhye sem kemur frá Úkraínu. Meshkov Brest bíður í 16-liða úrslitum. Þá er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari danska liðsins Álaborgar en liðið mætir Porto. So, finally we have the answer to THAT question: who is going to play who in the play-offs? #ehfcl #showtimeforchampions pic.twitter.com/70JBvdDJr6— EHF Champions League (@ehfcl) March 4, 2021 Um er að ræða hefðbundið fyrirkomulag þar sem leikið er heima og að heiman. Fyrri leikirnir fara fram 31. mars og 1. apríl en síðari leikirnir 7. og 8. apríl.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita