„Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2021 12:02 Hlynur Andrésson á Íslandsmet í fimm greinum utanhúss og stefnir á methlaup í maraþoni eftir rúma viku. Mynd/ÍSÍ Veður hefur sett strik í reikninginn hjá Hlyni Andréssyni sem sett hefur sér það stóra markmið að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar með sínu fyrsta maraþonhlaupi. Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Sjá meira
Hlynur hugðist hlaupa sitt fyrsta maraþon í Bern, höfuðborg Sviss, á sunnudaginn en hlaupinu hefur verið frestað vegna mjög slæmrar veðurspár. Þess í stað mun Hlynur hlaupa í Dresden í Þýskalandi eftir rúma viku. Hann er eftir sem áður staðráðinn í að hlaupa undir ólymíulágmarkinu, 2 klukkutímum og 11 og hálfri mínútu. Hann myndi þá jafnframt stórbæta Íslandsmet Kára Steins Karlssonar. „Það er mjög mikilvægt að láta ekki svona hluti sem maður hefur enga stjórn á hafa áhrif á sig, því andlega hliðin skiptir öllu máli til þess að ná sem mestu úr sjálfum sér. Það eina sem ég get gert er að horfa jákvæðum augum á þetta,“ segir Hlynur í samtali við Vísi. „Ég veit til dæmis að Dresden er mjög hröð braut og þar verða ennþá fleiri keppendur þar sem að margir úr Bern hafa komist inn í Dresden í staðinn. Svo gefur þetta mér eina viku í viðbót til þess að vera viss um að líkaminn sé nægilega hvíldur,“ segir Eyjamaðurinn sem búið hefur og æft í Hollandi frá haustinu 2018. Eina tækifærið því Hlynur ætlar ekki til Tókýó bara til þess að taka þátt Hlynur hefur slegið hvert Íslandsmetið á fætur öðru síðustu ár og á nú metin í öllum hlaupavegalengdum frá 3.000 metra hlaupi til hálfs maraþons, eða alls fimm met. Hann hljóp hálft maraþon í fyrahaust á 1:02:47 klukkustund og ákvað eftir það að reyna við ólympíulágmarkið í heilu maraþoni. Hlynur hefur hins vegar ákveðið að mótið í Bern verði hans fyrsta og síðasta tilraun fyrir leikana í Tókýó: „Já ég er alveg viss. Eftir maraþon þá þarf maður 2 vikur í hvíld til þess að leyfa líkamanum að ná sér og svo 2 vikur með auðveldari æfingum og minni ákefð. Ef ég myndi hlaupa annað maraþon seinna á árinu, þá væri ekki nægur tími til þess að vera með góðan undirbúning fyrir leikana og ég vil ekki fara til Tókýó bara til þess að taka þátt.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Í beinni: Man. Utd - Chelsea | Ögurstund fyrir Amorim? Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Í beinni: Vestri - ÍA | Geta sett KR í fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn