Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:01 Harry Maguire tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið í stað þess að koma Manchester United í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan. Getty/Laurence Griffiths Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, svaf örugglega ekki mikið í nótt eftir að hafa klúðrað algjöru dauðafæri í jafntefli í fyrri leiknum á móti AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Maguire virtist hreinlega brjóta einhver grundvallarlögmál þegar honum tókst að koma boltanum í stöngina og yfir markið frekar en að setja hann í marknetið. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en markalaust var í hálfleik. Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport 2 og það er óhætt að segja að hann hafi farið á kostum þegar Maguire tókst á einhvern hátt að skjóta í stöngina og yfir markið fyrir opnu marki. Klippa: Dauðafæri Harry Maguire „Ha. Hvernig fór Harry Maguire að þessu. Hann átti bara eftir að setja boltann í markið. Þetta er bara eitt af bestu færum allra tíma. Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Hvernig endaði þessi bolti ekki í markinu því það var miklu erfiðara að setja hann ekki í markið,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í lýsingunni. „Þetta er með lífsins ólíkindum. Hann á bara eftir að ýta boltanum inn fyrir línuna. Það væri hægt að gera heila heimildarmynd á Stöð 2 Plús í sex þáttum um hvernig hann fór að þessu og taka viðtal við alls konar sérfræðinga, Þetta er hulin ráðgáta,“ sagði Ríkharð. Amad Diallo kom Manchester United yfir í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í seinni hálfleiknum og þannig var staðan þar til að Simon Kjær jafnaði fyrir ítalska liðið í uppbótatíma. Harry Maguire hefur skorað 2 mörk í 41 leik á tímabilinu og komu þau bæði í ensku úrvalsdeildinni. Fyrra markið kom á móti Newcastle í október en það síðara á móti Sheffield United undir lok janúar. Maguire á enn eftir að skora mark í Evrópukeppni fyrir Manchester United en hann hefur alls leikið fjórtán leiki í Meistaradeild (5) og Evrópudeild (9) fyrir félagið án þess að skora.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn