Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 17:34 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í vikunni. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31