„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. mars 2021 20:01 „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða,“ segir Andrés Ingi um niðurstöðu prófkjörs Pírata. Vísir/Vilhelm Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés. Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57
Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41