Klopp vonast eftir því að vera búinn að finna miðvarðarparið sitt út leiktíðina Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 12:31 Klopp er líklega um það bil svona glaður að hafa fundið miðvarðarparið sitt loksins. Marton Monus/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vonast til þess að vera búinn að finna tímabundið miðvarðarpar sitt í þeim Ozan Kakab og Nat Phillips en þeir hafa haldið hreinu í tveimur leikjum saman. Mikil meiðsli hafa hrjáð Liverpool á tímabilinu og þá sér í lagi í varnarlínunni. Þeir hafa spilað með átján mismunandi miðvarðarpör á leiktíðinni en nú vonar Klopp að því sé lokið. Kabak og Nat Phillips spiluðu saman í miðri vörninni gegn Sheffield United og héldu hreinu og það gerðu þeir einnig í 2-0 sigrinum gegn Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni. „Það eru engir æfingarleikir eða prufur núna. Ég vona að þeir haldist heilir en ég get ekki setið hér og lofað einu né neinu,“ sagði Klopp um samstarf þeirra í miðri vörninni. „Þetta hefur lítið vel út og ef þeir eru tilbúnir, sem ég vona, af hverju ætti ég þá að skipta? Við viljum halda því sama ef við getum en við höfum ekki getað það,“ sagði Klopp og vísaði þar í meiðslin sem hefur hrjáð Liverpool-liðið. „Vonandi geta þeir spilað marga leiki, ef ekki bara alla. Ef ekki, þá finnum við lausnir og eigum meðal annars Rhys Williams. Ég vil ekki gleyma honum því hann er góður í augnablikinu.“ Miðvörðurinn Ben Davies kom einnig til Liverpool í janúarglugganum en hann kom frá Preston. Hann hefur enn ekki leikið fyrir félagið. „Ben Davies þarf tíma til að aðlagast, það var alltaf klárt. Margir leikmenn koma hingað og frægasta dæmið er líklega Andy Robertson sem tók hálft ár að aðlaga sig,“ bætti Klopp við. Jurgen Klopp hopes he has finally found a centre-back partnership he can rely on in Ozan Kabak and Nat Phillips https://t.co/OMV7e678Iu— MailOnline Sport (@MailSport) March 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Mikil meiðsli hafa hrjáð Liverpool á tímabilinu og þá sér í lagi í varnarlínunni. Þeir hafa spilað með átján mismunandi miðvarðarpör á leiktíðinni en nú vonar Klopp að því sé lokið. Kabak og Nat Phillips spiluðu saman í miðri vörninni gegn Sheffield United og héldu hreinu og það gerðu þeir einnig í 2-0 sigrinum gegn Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr á leiktíðinni. „Það eru engir æfingarleikir eða prufur núna. Ég vona að þeir haldist heilir en ég get ekki setið hér og lofað einu né neinu,“ sagði Klopp um samstarf þeirra í miðri vörninni. „Þetta hefur lítið vel út og ef þeir eru tilbúnir, sem ég vona, af hverju ætti ég þá að skipta? Við viljum halda því sama ef við getum en við höfum ekki getað það,“ sagði Klopp og vísaði þar í meiðslin sem hefur hrjáð Liverpool-liðið. „Vonandi geta þeir spilað marga leiki, ef ekki bara alla. Ef ekki, þá finnum við lausnir og eigum meðal annars Rhys Williams. Ég vil ekki gleyma honum því hann er góður í augnablikinu.“ Miðvörðurinn Ben Davies kom einnig til Liverpool í janúarglugganum en hann kom frá Preston. Hann hefur enn ekki leikið fyrir félagið. „Ben Davies þarf tíma til að aðlagast, það var alltaf klárt. Margir leikmenn koma hingað og frægasta dæmið er líklega Andy Robertson sem tók hálft ár að aðlaga sig,“ bætti Klopp við. Jurgen Klopp hopes he has finally found a centre-back partnership he can rely on in Ozan Kabak and Nat Phillips https://t.co/OMV7e678Iu— MailOnline Sport (@MailSport) March 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn