Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 12:22 Þórólfur Guðnason hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði sínu með næstu sóttvarnaaðgerðum innanlands. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. „Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann . Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann .
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira