Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 19:30 Gunnar og Karen Lind ætla gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu, jafnvel þó þau þurfi að standa vaktina nánast allan sólarhringinn. Vísir/Egill Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Það voru eflaust mikil vonbrigði fyrir marga þegar fermingar féllu niður vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Þá hafði samkomubann verið sett á í fyrsta sinn í sögunni og öllum veisluhöldum þurfti að fresta. Nú er hins vegar staðan önnur, þó hún geti breyst hratt, og útlit fyrir að fyrstu fermingar fari fram eftir um hálfan mánuð. Boðskortin send út með fyrirvara „Fólk er aðeins það er auðvitað leiðinlegt að vera búinn að undirbúa, og venjulega er búið að bjóða í fermingar, en fólk er hefur verið að geyma það því það veit ekki hvaða fjöldatakmarkanir verða í gangi. Þannig að fólk er búið að senda boð með fyrirvara um sóttvarnareglur,“ segir Karen Lind Ólafsdóttir, prestur í Hjalla- og Digraneskirkju. Sr. Gunnar Sigurjónsson tekur undir. „Það er auðvitað alltaf erfitt fyrir fólk að takast á við breytingar. Það er bara eins og gefur. En mér finnst ég ekki upplifa neitt nema bara skilning. Fólk áttar sig á því hvað við erum að stefna á,“ segir hann, en athöfnum hefur verið fjölgað í nokkrar á dag. Passað verður upp á að dagsetningin haldist en tímasetningin gæti hins vegar breyst, ef sóttvarnaaðgerðir breytast. Nú má kirkjan taka á móti allt að 200 manns í einu en almennar fjöldatakmarkanir kveða á um 50 manns. „Það sem við erum að reyna að gera er að fjölga athöfnum en tryggja að allir haldir þeim fermingardegi sem þeir voru búnir að velja,“ segir Karen. Full tilhlökkunar „Plan A var þetta sem upphaflega var gert. Það er farið og ekkert í gildi lengur. Við erum komin í plan B. Við erum tilbúin með plan C og D. Þannig að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa við dagsetningarnar,“ segir Gunnar. „Við búum líka að reynslunni síðan í fyrra. Við ætlum ekki að fara þangað aftur.“ Þau eru bæði spennt fyrir næstu vikum. „Ó já,“ segir Gunnar og Karen tekur undir. „Heldur betur,“ segir hún. „Og líka bara að hafa guðsþjónustu, þetta er bara æðislegt. Loksins!“ segir Gunnar og brosir sínu breiðasta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Fermingar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira