Lét börnin sín tilkynna heiminum það að hann væri hættur eftir tuttugu ár í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 10:30 Börnin hans Dre Brees voru greinilega mjög ánægð með að fá að sjá meira af pabba sínum nú þegar hann er hættur í NFL-deildinni. Instagram/@drewbrees Það eru núna stór tímamót hjá NFL goðsögninni Drew Brees, eiginkonu hans og börnunum fjórum. Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul Sjá meira
Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni.
NFL Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul Sjá meira