Halldór Jóhann fer ekki með Barein á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 18:01 Halldór Jóhann á hliðarlínunni í Egyptalandi í janúar. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Halldór Jóhann Sigfússon verður ekki á hliðarlínunni er Barein tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar líkt og hann var er liðið tók þátt á HM í janúar. Hann var ekki tilbúinn að fórna starfi sínu á Selfossi. Halldór Jóhann var í upphafi þessa árs landsliðsþjálfari Barein sem og Selfyssinga í Olís deild karla í handbolta. Hann hefur ákveðið að segja starfi sínu sem landsliðsþjálfari Barein lausu. Þetta staðfesti Halldór í spjalli við RÚV í dag. Halldór Jóhann var upphaflega ráðinn í lok nóvember á síðasta ári og átti hann aðeins að stýra liðinu út HM í Egyptalandi. Átti að meta stöðuna að móti loknu. Það var hins vegar ljóst að Barein væri á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en liðið vann Asíuforkeppnina um haustið 2019. Þá var Aron Kristjánsson þjálfari liðsins. Aron ákvað hins vegar að hætta þegar ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram sumarið 2020. Hann tók svo við liði Hauka í Olís deild karla síðasta sumar. Barein fékk upphaflega Þjóðverjann Michael Roth eftir að Aron sagði starfi sínu lausu. Sá entist stutt og var Halldór Jóhann ráðinn til að stýra liðinu á HM. Þar komst liðið alla leið í milliriðla og vildi handknattleikssamband Barein semja við Halldór Jóhann með því skilyrði að hann væri ekki að þjálfa hér á landi. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann við RÚV í dag. Við Íslendingar munum samt eiga tvo fulltrúa í handboltanum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð Gíslason er enn þjálfari Þýskalands og Dagur Sigurðsson mun stýra liði Japans líkt og á HM í Egyptalandi. Í kvennaflokki gæti svo Þórir Hergeirsson verið á sínum hefðbundna stað með norska landsliðið en það kemur í ljós um helgina hvort liðið komist á Ólympíuleikana sem fram fara í sumar. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Halldór Jóhann var í upphafi þessa árs landsliðsþjálfari Barein sem og Selfyssinga í Olís deild karla í handbolta. Hann hefur ákveðið að segja starfi sínu sem landsliðsþjálfari Barein lausu. Þetta staðfesti Halldór í spjalli við RÚV í dag. Halldór Jóhann var upphaflega ráðinn í lok nóvember á síðasta ári og átti hann aðeins að stýra liðinu út HM í Egyptalandi. Átti að meta stöðuna að móti loknu. Það var hins vegar ljóst að Barein væri á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en liðið vann Asíuforkeppnina um haustið 2019. Þá var Aron Kristjánsson þjálfari liðsins. Aron ákvað hins vegar að hætta þegar ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram sumarið 2020. Hann tók svo við liði Hauka í Olís deild karla síðasta sumar. Barein fékk upphaflega Þjóðverjann Michael Roth eftir að Aron sagði starfi sínu lausu. Sá entist stutt og var Halldór Jóhann ráðinn til að stýra liðinu á HM. Þar komst liðið alla leið í milliriðla og vildi handknattleikssamband Barein semja við Halldór Jóhann með því skilyrði að hann væri ekki að þjálfa hér á landi. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann við RÚV í dag. Við Íslendingar munum samt eiga tvo fulltrúa í handboltanum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð Gíslason er enn þjálfari Þýskalands og Dagur Sigurðsson mun stýra liði Japans líkt og á HM í Egyptalandi. Í kvennaflokki gæti svo Þórir Hergeirsson verið á sínum hefðbundna stað með norska landsliðið en það kemur í ljós um helgina hvort liðið komist á Ólympíuleikana sem fram fara í sumar.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita