Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2021 17:58 Fólk er áfram varað við því að vera nálægt Keili. Vísir/Vilhelm SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum sem biðla til vegfarenda að taka tillit til aðstæðna á svæðinu. Gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika heldur áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Keilis og Fagradalsfjalls og er mesta skjálftavirknin á Reykjanesskaga áfram bundin við Fagradalsfjall. RÚV greinir frá því að íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafi fengið SMS um að þeir væru á lokuðu svæði og um leið vísað á upplýsingasíðu um jarðhræringar á Reykjanesskaga. Líklegasta gossvæðið færst nær Fagradalsfjalli Fram kom á fundi vísindaráðs almannavarna í gær að nýjustu gögn bendi til að líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hafi færst eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Alls hafa tíu jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð mælst á Reykjanesskaga síðustu tvo sólarhringa, flestir þeirra í námunda við Fagradalsfjall. Stórum skjálftum hefur fækkað nokkuð og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil og skjálftarnir mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum, sagði í samtali við fréttastofu í gær að gögn bendi til að kvikugangurinn væri um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Þá er talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. 17. mars 2021 06:30
Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16. mars 2021 18:16