Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:59 Sóttvarnastofnun Evrópu birti uppfært kort í gær. Sóttvarnastofnun Evrópu Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. Uppfært kort var gefið út í gær og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn. Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 2,5, en nýgengi landamærasmita 6,5. Samkvæmt tölfræði Sóttvarnastofnunarinnar sem aðskilur ekki þessi nýgengi er nýgengið hérlendis 7,96, margfalt minna en í öðrum ríkjum, Sé litið til annarra ríkja Norðurlanda má sjá að nýgengið í Svíþjóð er nú 546, í Noregi 175, Danmörku 161 og Finnlandi 168. Rauði liturinn á kortinu táknar að nýgengi smita sé annað hvort fimmtíu eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Eftir því sem hann er dekkri á kortinu er staðan alvarlegri. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir fimmtíu en hlutfall jákvæðra sé yfir fjögur prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra undir fjögur prósent. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Hefur áhyggjur Greint var frá því fyrr í vikunni að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi lýst yfir ákveðnum áhyggjum af því fyrirkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Litakóðunarkerfi stjórnvalda mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þurfa ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Þórólfur sagði að til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Uppfært kort var gefið út í gær og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn. Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 2,5, en nýgengi landamærasmita 6,5. Samkvæmt tölfræði Sóttvarnastofnunarinnar sem aðskilur ekki þessi nýgengi er nýgengið hérlendis 7,96, margfalt minna en í öðrum ríkjum, Sé litið til annarra ríkja Norðurlanda má sjá að nýgengið í Svíþjóð er nú 546, í Noregi 175, Danmörku 161 og Finnlandi 168. Rauði liturinn á kortinu táknar að nýgengi smita sé annað hvort fimmtíu eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Eftir því sem hann er dekkri á kortinu er staðan alvarlegri. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir fimmtíu en hlutfall jákvæðra sé yfir fjögur prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra undir fjögur prósent. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Hefur áhyggjur Greint var frá því fyrr í vikunni að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi lýst yfir ákveðnum áhyggjum af því fyrirkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Litakóðunarkerfi stjórnvalda mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þurfa ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Þórólfur sagði að til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04