Borgarráð samþykkti „zip-line“ í Öskjuhlíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2021 12:08 Zip-line verður sett upp sem liggur frá Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að veita Perlu norðursins, rekstrarfélagi Perlunnar, heimild fyrir því að setja upp svokallaða „zip-line“, nokkurs konar risaaparólu, í Öskjuhlíð. Skipulagsstjóri borgarinnar hafði áður hafnað umsókn félagsins um að setja upp svona rólu. Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“ Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Í bréfi frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar segir að óskað sé eftir samþykki borgarráðs á meðfylgjandi afnotasamningi um 65 fermetra svæði í Öskjuhlíð undir neðri stöð fyrir zip-línu. „Um er að ræða afnotasamning um svæði undir leiktækisem Eignarhaldsfélagið Perla Norðursins hefur áhuga á að setja upp í Perlunni þannig að hægt verði að renna sér á línu um 200-250m leið í suðurátt frá Perlunni en endastöð verði á afnotasvæðinu. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár,“ segir í bréfinu. Með bréfinu fylgja drög að afnotasamningi um svæðið og er hann tímabundinn í eitt ár frá 15. apríl næstkomandi. Stefna að því að setja upp tvær línur „Við lok afnotatíma framlengist samningur þessi sjálfkrafa í eitt (1) ár í senn nema leigusali eða leigutaki tilkynni skriflega breytingu þar um með a.m.k. eins (1) mánaðar fyrirvara. Skal uppsögn tilkynnt skriflega til samningsaðila. Leiga greiðist fyrir afnotin og er hún 100.000 kr. á ári og tekur breytingum við áramót miðað við vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sem við undirritun samnings þessa er 490,0. Gjalddagi er einu sinni á ári. Fyrsti gjalddagi er 1. maí 2021,“ segir í samningsdrögunum. Stefnt er að því að setja upp tvær 200 til 250 metra zip-línur sem liggja frá pöllum Perlunnar í suður í skógarlund. Þá munu tvær stálburðargrindur halda línunum. „Efri burðargrindin verður tengd við Perluna til að tryggja að hann skríði ekki. Neðri burðargrindin sem verður á afnotasvæðinu verður byggð ofan á tvö gáma. Gámarnir og burðargrindin verða hífð á staðinn svo allt rask á staðnum verði í algjöru lágmarki. Framkvæmd öll skal miðast við að þegar gámarnir verða teknir í burtu verði umhverfisáhrif lítil sem engin. Grafa þarf 4 holur og koma fyrir steytum stöplum sem leigutaki skal fjarlægja við lok leigu. Allur frágangur og klæðning á gámun verði umhverfi til sóma,“ segir í drögum að afnotasamningnum. Þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra Þegar málið var samþykkt í borgarráði í gær lagði Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, fram svohljóðandi bókun: „Afnotasamningur um spildu fyrir aparólu í Öskjuhlíð hefur verið samþykkt í borgarráði. Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur samt hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti að ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. Segir í umsögninni að deiliskipulag borgarinnar geri ekki ráð fyrir slíkri línu eða rólu. Þá sé það heldur ekki vilji borgarinnar að skipulagi verði breytt svo hægt sé að setja slíkt upp. Umsókn Perlu norðursins var því hafnað. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svona róla skemmtileg en þykir sérkennilegt að lesa umsögn skipulagsstjóra sem segir nei á sama tími og meirihlutinn í borgarráði segir síðan já við rólunni.“
Skipulag Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Fá ekki að setja upp „zip-line“ við Perluna Skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar hefur hafnað umsókn Perlu norðursins, rekstrarfélags Perlunnar, um að setja upp svokallaða zip-line, nokkurs konar risaaparólu, sem átti ná um 235 metra ofan af Perlunni og niður í Öskjuhlíð. 11. mars 2021 08:08