Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2021 12:25 Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sem hefur undirbúið búnaðarþingið síðustu vikur með sínu fólki í Bændahöllinni. Aðsend Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins. Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend Landbúnaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend
Landbúnaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira