Samfylkingin þurfi „að spýta í lófana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. mars 2021 18:45 Niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Sósíalistaflokkur Íslands mælist enn á ný inni á þingi samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Flokkur fólksins næði ekki inn á þing og fylgi Samfylkingar dalar. Könnunin byggir á tveimur mælingum sem gerðar voru á dögunum 15. til 25. febrúar og 11. til 18. mars. Svarendur voru 1.620 talsins. Fylgi stjórnarflokkannna helst nokkuð stöðugt á milli kannana; Sjálfstæðisflokkur með 21,8%, VG með 13,2% og Framsókn með 10,9%. Af þessum þremur bætir einungis Framsókn við sig milli kannana og fer úr 10,1% í 10,9%. Fylgi Pírata eykst aðeins, úr 10,6% í 12,1%, Viðreisn mælist með 12,1%, Samfylking með 13,7% og Miðflokkur með 6,1%. Fylgi Sósíalista eykst lítillega og mælist nú 5,7% en Flokkur fólksins mælist hins vegar aðeins 4,4% og því ekki inni á þingi. Fylgi Samfylkingar hefur dalað nokkuð samkvæmt síðustu könnunum. Það var 17,9% í desember og er nú komið niður í 13,7%. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, sagði í Víglínunni á Stöð 2 að þetta hlytu að vera vonbrigði þar sem flokkurinn hefur nú þegar sýnt á spilin og kynnt lista í einu helsta vígi flokksins í Reykjavík. „Það er erfitt að fullyrða eitthvað en ég gæti ímyndað mér að þetta séu vonbrigði fyrir forrystu flokksins og væntanlega þingmenn að flokkurinn hafi ekki notið þess að vera búinn að kynna framboðslistana í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Þar liggur styrkur Samfylkingarinnar, hérna á höfuðborgarsvæðinu og reyndar líka á Norðurlandi eystra. Það virðist vera sem flokksmenn þurfi að spýta í lófana ef þeir ætla að hífa þetta meira upp,“ sagði Stefanía í Víglínunni. Hún segir aðgreiningu flokka orðna erfiðari þegar svo margir séu komnir í flóruna. „Þeir geta farið að aðgreina sig með harðri orðræðu til þess að auka óángju í samfélaginu en forrystumenn gætu litið svo á að það sé óábyrgt eins og staðan er í þjóðfélaginu,“ sagði Stefanía og bætti við að margs konar áhyggjur vegna faraldurs, atvinnuleysis og jarðhræringa hvíli nú þegar á landsmönnum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað nokkuð frá áramótum samkvæmt könnunum Maskínu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í Víglínunni ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað eru þetta alltaf vísbendingar en við höfum fulla trúa á því að Samfylkingin eigi eftir að stækka. Ég held að það skipti máli að Samfylkingin verði öflug, annars vegar til þess að fella þessa ríkisstjórn og hins vegar til að að tryggja að hér verði mynduð félagshyggjustjórn með grænar áherslur eftir kosningar,“ sagði Logi. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, sagði ánægjulegt að mælast inni. Hann telur litlar sveiflur í könnunum bera þess merki að almenningur sé ekki mikið að pæla í pólitík þessa dagana og að breytingar gætu komið í ljós þegar nær dregur kosningum. Flokkurinn hefur enn ekki skipað í sæti á lista og Gunnar Smári sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann muni gefa kost á sig. „Ég hef sagt að það hafi verið skorað á mig,“ sagði hann í Víglínunni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Víglínunni á Stöð 2 í dag.vísir/Sigurjón Báðir útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. „Ég hef lýst því yfir sjálfur að Samfylkingin skuldi kjósendum það að við komum heiðarlega fram og segjum í hvaða ríkisstjórn við gætum unnið og með hvaða flokkum við gætum ekki unnið. Áskoranir næstu ára eru svo gríðarlegar að þú þarft samstíga ríkisstjórn sem deilir grunnhugmyndafræði og þess vegna höfum við útilokað samstarf með bæði Sjálfstæðisflokki og Miðflokki,“ sagði Logi og bætti við að atkvæði greitt Samfylkunnni væri besta tryggingin fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ekki til að starfa með „auðvaldsflokkunum“ „Ég held að ég geti gert það án þess að það hafi verið tekið fyrir sérstaklega í Sósíalistaflokknum,“ sagði Gunnar Smári aðspurður um mögulegt samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að við séum ekki til að starfa með auðvaldsflokkunum. Og okkar lína er dregin skarpar. Við flokkum til dæmis Viðreisn sem auðvaldsflokk, sem berst fyrir hagsmunum hinna fáu en ekki almannahagsmunum, og þótt þeir séu að boða umbætur á kapítalsismanum viljum við ganga lengra,“ sagði Gunnar Smári og bætti við að samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins flæki valkostina á borðinu. „Það væri miklu betra að hafa hér rauða og bláa blokk eins og er í siðuðum löndum og kjósendur hefðu einhvern valkost um hvaða stefnu við tökum.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Könnunin byggir á tveimur mælingum sem gerðar voru á dögunum 15. til 25. febrúar og 11. til 18. mars. Svarendur voru 1.620 talsins. Fylgi stjórnarflokkannna helst nokkuð stöðugt á milli kannana; Sjálfstæðisflokkur með 21,8%, VG með 13,2% og Framsókn með 10,9%. Af þessum þremur bætir einungis Framsókn við sig milli kannana og fer úr 10,1% í 10,9%. Fylgi Pírata eykst aðeins, úr 10,6% í 12,1%, Viðreisn mælist með 12,1%, Samfylking með 13,7% og Miðflokkur með 6,1%. Fylgi Sósíalista eykst lítillega og mælist nú 5,7% en Flokkur fólksins mælist hins vegar aðeins 4,4% og því ekki inni á þingi. Fylgi Samfylkingar hefur dalað nokkuð samkvæmt síðustu könnunum. Það var 17,9% í desember og er nú komið niður í 13,7%. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, sagði í Víglínunni á Stöð 2 að þetta hlytu að vera vonbrigði þar sem flokkurinn hefur nú þegar sýnt á spilin og kynnt lista í einu helsta vígi flokksins í Reykjavík. „Það er erfitt að fullyrða eitthvað en ég gæti ímyndað mér að þetta séu vonbrigði fyrir forrystu flokksins og væntanlega þingmenn að flokkurinn hafi ekki notið þess að vera búinn að kynna framboðslistana í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Þar liggur styrkur Samfylkingarinnar, hérna á höfuðborgarsvæðinu og reyndar líka á Norðurlandi eystra. Það virðist vera sem flokksmenn þurfi að spýta í lófana ef þeir ætla að hífa þetta meira upp,“ sagði Stefanía í Víglínunni. Hún segir aðgreiningu flokka orðna erfiðari þegar svo margir séu komnir í flóruna. „Þeir geta farið að aðgreina sig með harðri orðræðu til þess að auka óángju í samfélaginu en forrystumenn gætu litið svo á að það sé óábyrgt eins og staðan er í þjóðfélaginu,“ sagði Stefanía og bætti við að margs konar áhyggjur vegna faraldurs, atvinnuleysis og jarðhræringa hvíli nú þegar á landsmönnum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur dalað nokkuð frá áramótum samkvæmt könnunum Maskínu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í Víglínunni ekki hafa miklar áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað eru þetta alltaf vísbendingar en við höfum fulla trúa á því að Samfylkingin eigi eftir að stækka. Ég held að það skipti máli að Samfylkingin verði öflug, annars vegar til þess að fella þessa ríkisstjórn og hins vegar til að að tryggja að hér verði mynduð félagshyggjustjórn með grænar áherslur eftir kosningar,“ sagði Logi. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, sagði ánægjulegt að mælast inni. Hann telur litlar sveiflur í könnunum bera þess merki að almenningur sé ekki mikið að pæla í pólitík þessa dagana og að breytingar gætu komið í ljós þegar nær dregur kosningum. Flokkurinn hefur enn ekki skipað í sæti á lista og Gunnar Smári sagðist ekki hafa ákveðið hvort hann muni gefa kost á sig. „Ég hef sagt að það hafi verið skorað á mig,“ sagði hann í Víglínunni. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, í Víglínunni á Stöð 2 í dag.vísir/Sigurjón Báðir útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. „Ég hef lýst því yfir sjálfur að Samfylkingin skuldi kjósendum það að við komum heiðarlega fram og segjum í hvaða ríkisstjórn við gætum unnið og með hvaða flokkum við gætum ekki unnið. Áskoranir næstu ára eru svo gríðarlegar að þú þarft samstíga ríkisstjórn sem deilir grunnhugmyndafræði og þess vegna höfum við útilokað samstarf með bæði Sjálfstæðisflokki og Miðflokki,“ sagði Logi og bætti við að atkvæði greitt Samfylkunnni væri besta tryggingin fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ekki til að starfa með „auðvaldsflokkunum“ „Ég held að ég geti gert það án þess að það hafi verið tekið fyrir sérstaklega í Sósíalistaflokknum,“ sagði Gunnar Smári aðspurður um mögulegt samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Ég held að við séum ekki til að starfa með auðvaldsflokkunum. Og okkar lína er dregin skarpar. Við flokkum til dæmis Viðreisn sem auðvaldsflokk, sem berst fyrir hagsmunum hinna fáu en ekki almannahagsmunum, og þótt þeir séu að boða umbætur á kapítalsismanum viljum við ganga lengra,“ sagði Gunnar Smári og bætti við að samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins flæki valkostina á borðinu. „Það væri miklu betra að hafa hér rauða og bláa blokk eins og er í siðuðum löndum og kjósendur hefðu einhvern valkost um hvaða stefnu við tökum.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira