Virðingin fyrir náttúrunni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 15:01 Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Náttúran. Alla mína æsku beið ég eftir stóra skjálftanum. Hann var alltaf yfirvofandi, eiginlega hluti af hversdeginum. Þess vegna skil ég vel fólkið á Reykjanesi sem finnur fyrir feginleika nú þegar lítið eldgos hefur fæðst við Fagradalsfjall og það virðist hafa dregið úr spennu á svæðinu. Ég finn líka fyrir þessum feginleika. Hins vegar þykir mér tal um „túristagos“ vera ákveðið virðingarleysi við náttúruna og þann gríðarlega sköpunar- og eyðileggingarmátt sem hún býr yfir. Maðurinn er hluti af náttúrunni Maðurinn er ekki aðskotadýr í náttúrunni, hann er hluti af henni og hennar stórkostlega sköpunarverki. Við höfum í gegnum aldir og árþúsundir lært að lifa með krafti náttúrunnar og náð að beisla orku hennar. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni eru að ganga ekki á gæði hennar á þann hátt að það hafi í för með sér óafturkræfa eyðileggingu. Nýting á sjálfbæran hátt Á síðustu árum hefur orðið almenn viðhorfsbreyting gagnvart náttúrunni sem felst í meiri virðingu fyrir henni. Ég hef áður sagt að ég telji óhugsandi að ráðist verði í stórvirkjanir á borð við Kárahnjúkavirkjun á komandi árum og áratugum. Og um það held ég sé almenn samstaða. Ég tel hins vegar að það sé eðlilegt að nýta krafta náttúrunnar á sjálfbæran hátt til þess að viðhalda og auka lífsgæði á Íslandi. Vísindi og stjórnmál leika lykilhlutverk Loftlagsmálin eru brýnasta úrlausnarefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims taki höndum saman við að leysa þau flóknu verkefni sem við stöndum frammi fyrir. Þar leika vísindin og stjórnmálin lykilhlutverk. Og sú samstaða og samvinna sem hefur tekist með þjóðum heims í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn vekur bjartsýni um að það takist. Ísland er mikilvæg fyrirmynd Við Íslendingar höfum þegar stigið mikilvæg skref sem geta verið öðrum þjóðum fyrirmynd. Þar er mikilvægasta fyrirmyndin að við höfum með hjálp náttúrunnar náð að hita híbýli okkar með heitu vatni og knýja samfélagið með raforku sem er framleidd á loftlagsvænan hátt. Við vorum því komin langt í loftlagsmálum áður en þjóðir heims hittust í Kyoto í Japan í lok síðustu aldar. Uppspretta nýrra leiða Við höfum á síðustu mánuðum upplifað þá gríðarlegu auðlind sem felst í þekkingu vísindanna, bæði hvað varðar sjúkdóma og jarðfræði. Sú þekking er uppspretta nýrra leiða til að fást við vanda sem mannkynið hefur tekist á við alla sína tíð. Sú þekking sem vísindin færir okkur er einnig grundvöllurinn að allri þeirri nýsköpun sem verður í lykilhlutverki í baráttunni gegn loftlagsbreytingum. Umgöngumst náttúruna af virðingu Náttúran og kraftar hennar eru hluti af daglegu lífi á Íslandi. Hún er uppspretta stórs hluta af lífsgæðum okkar, hvort heldur er matvæli, orka eða ferðaþjónusta, og um leið er hún ógn við lífsgæði okkar með vályndum veðrum, jarðhræringum, flóðum og skriðum. Við verðum að umgangast hana af virðingu. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun