Telur íslenskt lambakjöt henta vel í lamba-salamí Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2021 20:54 Roberto Tariello, eigandi kjötvinnslunnar Tariello ehf. í Þykkvabæ. Einar Árnason Aflagt sauðfjársláturhús í Þykkvabæ hefur öðlast nýtt hlutverk; sem salamí-gerð að ítölskum hætti. Þar er Ítali meðal annars að þróa salamí úr íslensku lambakjöti. Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið. Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ. „Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“ Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí. „Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto. Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér: Um land allt Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Landbúnaður Svínakjöt Kartöflurækt Tengdar fréttir Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Aldarfjórðungur er liðinn frá því sláturhúsið í Þykkvabæ var síðast í fullum dampi. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að núna er aftur kominn kjötiðnaður í húsið. Gamla sláturhúsið í Þykkvabæ.Einar Árnason Hann heitir Roberto Tariello sem sá ný not fyrir sláturhús bændanna í Þykkvabæ. Hann svarar okkur á íslensku, segist vera frá Suður-Ítalíu og hafa komið til Íslands árið 2008. Roberto kýs að nota enskuna til að útskýra hversvegna hann vildi byggja upp í Þykkvabæ. „Aðalástæðan var þetta hús. Heimamenn voru mjög ánægðir með hugmyndina því húsið var í eigu nokkurra bænda hérna í Þykkvabænum. Þeir buðu mér þetta hús, ég þurfti bara að standsetja það til að það yrði tilbúið fyrir vinnsluna. Ég hef ekki enn lokið við það.“ Séð yfir Þykkvabæ. Gamla sláturhúsið er fyrir miðri mynd.Einar Árnason Roberto býr einkum til ítalskt salami úr íslensku kjöti en salami er aðallega gert úr svínakjöti. Hann er óhræddur að þróa nýjar vörur, eins og lamba salamí. „Ég held að gæði lambakjötsins á Íslandi séu mjög mikil, að það sé betra en á Ítalíu. Á Ítalíu er ekki framleitt lamba-salamí en ég held að það gangi á Íslandi með því að nota þetta hráefni,“ segir Roberto. Hann er meðal viðmælenda þáttarins Um land allt, sem fjallar um kartöflusamfélagið í Þykkvabæ. Útdrátt úr þættinum í fréttum Stöðvar 2 má sjá hér:
Um land allt Rangárþing ytra Matvælaframleiðsla Landbúnaður Svínakjöt Kartöflurækt Tengdar fréttir Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42
Kartöflukofarnir þróast upp í afkastamikil verksmiðjubú Kartöflubændum í Þykkvabæ hefur á síðustu áratugum fækkað úr fjörutíu niður í tíu. Samhliða hefur kartöfluræktin þróast úr einföldum einyrkjabúskap í verksmiðjubú með tugmilljóna króna fjárfestingum í tækjum og húsnæði. 18. september 2020 22:58