„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 11:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðgreiningar, telur að fjórða bylgja faraldursins sé hafin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira