Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira