Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 11:34 Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Vísir/Vilhelm Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima. Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Hertar takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru kynntar í gær og verður m.a. öllum skólastigum, utan leikskóla, lokað til og með 31. mars. Allir leikskólar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag til þess að gefa stjórnendum svigrúm til að aðlaga húsnæði og skipulag að nýjum sóttvarnaráherslum. Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara, hefur áhyggjur af stöðunni. Ekki langur tími sem yrði lokað „Okkur finnst bara erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum eins og öðrum skólastigum. Þetta byggir á því að þessi veira er frekar óútreiknanleg með það hvar hún slær niður og þá vaknar upp sú spurning hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með að halda þeim opnum fram að páskum. Þetta er ekki langur tími en auðvitað vonum við öll að þetta komi ekki í bakið á okkur og vonum svo sannarlega að það verði ekki niðurstaðan að smit berist í leikskólana á þessum síðustu dögum fyrir páska,“ segir Haraldur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að afbrigði veirunnar sem nú er í samfélaginu smiti börn frekar en önnur afbrigði hennar. Þá virðist börn einnig verða veikari af þessu afbrigði veirunnar. Þóróflur útskýrði ákvörðun sína á upplýsingafundi í morgun og sagði engar sóttvarnalegar forsendur fyrir því að loka leikskólum. „Kjarninn í málinu er þessi að KÍ hefur kallað eftir því að forgangshópar verði skilgreindir með skýrum hætti þannig að framlínufólk geti sinnt störfum sínum þegar koma upp svona aðstæður þar sem við ætlum að ná þessari veiru hratt niður á skömmum tíma,“ segir Haraldur. Hljóðið í leikskólakennurum sé ekki gott. Þessir feðgar mættu á leikskólann Sólborg í morgun.Vísir/Vilhelm „.Það er bara þungt. Þetta virkar í raun þannig að þegar veiran færist nær manni kemur upp ákveðinn ótti og hann er bara mjög eðliegur,“ segir Haraldur Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Helgi Grímsson, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að leikskólar borgarinnar hafi verið opnaðir í hádeginu. Það verði þó fáliðað á mörgum leikskólum í dag og á morgun þar sem hluti starfsfólks geti ekki mætt í vinnu vegna sóttkvíar eða þeir eigi grunnskólabörn sem þeir þurfi að sinna. Þá hafi fjölmargir foreldrar ákveðið að halda börnum sínum heima.
Skóla - og menntamál Leikskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira