Gæti tekið fleiri vikur að losa skipið úr skurðinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 15:23 Dráttarbátar reyndu að koma Ever Given aftur á flot á háflóði í morgun. AP/Stjórn Súesskurðarins Ekki er útilokað að það gæti tekið einhverjar vikur að losa gámaflutningaskipið sem lokar nú umferð um Súesskurðinn í Egyptalandi. Eigandi skipsins hefur beðist afsökunar á að trufla vöruflutninga. Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc. Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Gámaflutningaskipið Ever Given festi sig þvert í Súesskurðinum í hvassviðri og sandfoki á þriðjudag. Langar raðir 156 flutningaskipa sem flytja allt frá olíu til korns hefur myndast við hvorn enda skurðarins en enginn kemst fram hjá gámaflutningaskipinu sem er um 400 metra langt og 200.000 tonn. Forstjóri Boskalis, hollenska björgunarfyrirtækisins sem vinnur að því að losa Ever Given, útilokar ekki að verkið gæti dregist í einhverjar vikur að losa skipið og koma því á flot. Mögulega þurfi að fjarlægja gáma til þess að létta það. „Þetta er eins og risavaxinn hvalreki. Þetta eru gríðarleg þyngsli á sandinn. Við gætum þurft að vinna með sambland af því að létta það með því að fjarlægja gáma, olíu og vatn af skipinu, dráttarbáta og dýpkun,“ sagði Peter Berdowski, forstjóri Boskalis við hollenska sjónvarpsstöð. Átta dráttarbátar reyna nú að losa flutningaskipið, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dýpkunarskip vinna að því að hreinsa burt sand og leðju frá bógi skipsins sem situr fast í kanti skurðarins. Ever Given er í eigu taívönsku útgerðarinnar Evergreen Marine. Shoei Kisen Kaisha, eigandi útgerðarinnar, segir að afar erfitt reynist að koma skipinu aftur á flot, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Við biðjumst einlæglega afsökunar á því að valda skipum í Súesskurði og þeirra sem ætla sér að fara um hann miklum áhyggjum,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Súesskurðurinn tengir Miðjarðarhafið og Rauðahafið er stysta siglingaleiðin á milli Evrópu og Asíu. Um hann fara um tólf prósent af öllum vöruflutningum í heiminum daglega. Þurfi flutningaskip að sigla fyrir Góðravonahöfða, syðsta odda Afríku, lengist leiðin til Evrópu um allt að tvær vikur. Evergreen Marine gæti átt yfir höfði sér milljarða kröfur vegna tafa og kostnaðarauka fyrir aðrar skipaútgerðir. Gervihnattarmynd sýnir flutningaskipið sitja fast þvert yfir suðurhluta Súesskurðarins fimmtudaginn 25. mars 2021.AP/Planet Labs Inc.
Egyptaland Skipaflutningar Súesskurðurinn Tengdar fréttir Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Öngþveiti í Súes-skurði Súes-skurðurinn í Egyptalandi er nú lokaður fyrir skipaumferð, eftir að stórt flutningaskip strandaði í skurðinum í gær. 24. mars 2021 07:00