Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega Eva Hauksdóttir skrifar 28. mars 2021 15:31 Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar