Opið bréf til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir skrifa 29. mars 2021 10:01 Sæl Svandís og takk fyrir ágætan fund um daginn sem var að mörgu leyti upplýsandi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fundinn sem við fengum með þér þegar við afhentum undirskriftarlista sem fjölmargar konur höfðu skrifað undir til að mótmæla því að sýnin eru send úr landi til skimunar. Eitthvað var rætt um á þessum fundi að Heilsugæslan myndi bæta sig og unnið yrði að því að þær konur sem beðið hafa lengi eftir niðurstöðum fengju niðurstöður í sínum málum. Lítið höfum við stöllur séð af því. Nú bíðum við enn eftir niðurstöðu úr greiningu sýna úr leghálsi okkar. Báðar fengum við tvær svar í febrúar um að tiltekið mein hefði fundist við fyrri sýnatöku sem framkvæmd var í nóvember 2020 hjá okkur báðum. Í bréfinu vorum við boðaðar í frekari sýnatöku þar sem nauðsynlegt væri að skoða okkur aftur. Í skilaboðunum sem við fengum rafrænt frá island.is var okkur bent á að panta okkur tíma í nýja sýnatöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðum við það hið snarasta, eða öllu heldur gerðum tilraun til þess. En ekki var tíma í nýja sýnatöku að hafa fyrr en að fjórum vikum liðnum, á "okkar" Heilsugæslu. Þá tók við að hringja á hverja Heilsugæsluna á fætur annarri, þar var biðin eitthvað styttri, en of löng fyrir okkur, sem nýlega höfðum fengið bréf um að *sýni okkar væru óeðlileg,", þ.e. þau sem tekin voru í nóvember 2020 hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svandís, þú veist eins og allar konur sem fá svona tíðindi, að konur geta bara alls ekki beðið undir svona kringumstæðum. Hræðslan og kvíðinn sem gagntekur, krefst þess einfaldlega að við fáum sýnatöku og frekari greiningu hið snarasta. Rétt eins og brugðist var við hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir alvarleika þessa máls og að hér bíða hundruðir kvenna í kvíða og vanlíðan yfir þessu máli. Yfirfærsla á svona mikilvægri starfsemi má ekki ganga svona fyrir sig, vanda þarf til verka. Nú spyrjum við þig háttvirtur ráðherra; Hvar eru lífssýnin okkar, sem tekin voru í endaðan febrúar og byrjun mars? Eru þau í Danmörku, er búið að greina þau? Eru einhverjar niðurstöður komnar úr þeim sýnum sem send voru út. Og ef svo er, hvenær bárust þær? Og er búið að upplýsa þær konur ef einhverjar eru? Við undirritaðar og fjölmargar fleiri búum við það að kíkja inná "mínar síður" á island.is eða Heilsuvera.is á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag til að leita eftir pósti með svörum um niðurstöður, því annars staðar getum við ekki nálgast niðurstöðu úr greiningu lífssýna okkar. Og hvenær og hvernig verður staðið að málum ef sýnin okkar benda til sjúkdóms. Þurfum við þá að fara í frekari rannsóknir hjá Heilsugæslunni, kvensjúkdómalæknum eða.... já hvert verðum við "sendar"? Okkur er alls ekki sama hver mun fylgja okkur eftir, reynist eitthvað að, né hvernig að því er staðið. Mun Samhæfingarstöðin sjá til þess að við fáum samstundis áframhaldandi þjónustu? Nú höfum við beðið í 4 mánuði frá því fyrstu sýnin voru tekin og þykir okkur biðin vera orðin ansi löng. Þolinmæðin er fyrir löngu á þrotum og krefjumst við svara. Að síðustu leikur okkur forvitni á að vita; hvar eru lífssýnin okkar og hversu lengi í viðbót þurfum við að bíða eftir niðurstöðum? Við spyrjum því einnig til viðbótar því sem fram er komið hér að framan: Hvaða reglur gilda nú um meðferð og skráningu sýnanna okkar? Auk lagaákvæða gilda t.d. sérstakar reglur um lífsýnasafn Krabbameinsfélags Íslands. 1.Af hverju er ekki hægt svar fyrr til um niðurstöður rannsóknanna líkt og forsvarsmenn og konur Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) hafa bent á að yrði, væru sýnin greind hér á landi. 2.Telur þú ráðherra góður að þetta sé boðleg þjónusta? Fjöldi kvenna bíður í óvissu og tími getur vegið þungt í þeim tilvikum sem grípa þarf til meðferðar af einhverju taki. Svona sjúkdómur bíður ekki eftir að skikki verði komið á málin. 3.Hvers vegna var ekki hlustað á fagfólk eins og meirihluta fagráðs um skimanir fyrir leghálskrabbameini og FÍFK? Svandís, tíminn líður hratt og engin merki eru um að þessi mál séu að komast í lag þegar þetta átti í fyrsta lagi aldrei að þurfa að fara í þennan farveg. Við væntum greinargóðra svara innan 7 virkra daga. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og takk fyrir ágætan fund um daginn sem var að mörgu leyti upplýsandi. Við erum að sjálfsögðu að tala um fundinn sem við fengum með þér þegar við afhentum undirskriftarlista sem fjölmargar konur höfðu skrifað undir til að mótmæla því að sýnin eru send úr landi til skimunar. Eitthvað var rætt um á þessum fundi að Heilsugæslan myndi bæta sig og unnið yrði að því að þær konur sem beðið hafa lengi eftir niðurstöðum fengju niðurstöður í sínum málum. Lítið höfum við stöllur séð af því. Nú bíðum við enn eftir niðurstöðu úr greiningu sýna úr leghálsi okkar. Báðar fengum við tvær svar í febrúar um að tiltekið mein hefði fundist við fyrri sýnatöku sem framkvæmd var í nóvember 2020 hjá okkur báðum. Í bréfinu vorum við boðaðar í frekari sýnatöku þar sem nauðsynlegt væri að skoða okkur aftur. Í skilaboðunum sem við fengum rafrænt frá island.is var okkur bent á að panta okkur tíma í nýja sýnatöku á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðum við það hið snarasta, eða öllu heldur gerðum tilraun til þess. En ekki var tíma í nýja sýnatöku að hafa fyrr en að fjórum vikum liðnum, á "okkar" Heilsugæslu. Þá tók við að hringja á hverja Heilsugæsluna á fætur annarri, þar var biðin eitthvað styttri, en of löng fyrir okkur, sem nýlega höfðum fengið bréf um að *sýni okkar væru óeðlileg,", þ.e. þau sem tekin voru í nóvember 2020 hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Svandís, þú veist eins og allar konur sem fá svona tíðindi, að konur geta bara alls ekki beðið undir svona kringumstæðum. Hræðslan og kvíðinn sem gagntekur, krefst þess einfaldlega að við fáum sýnatöku og frekari greiningu hið snarasta. Rétt eins og brugðist var við hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir alvarleika þessa máls og að hér bíða hundruðir kvenna í kvíða og vanlíðan yfir þessu máli. Yfirfærsla á svona mikilvægri starfsemi má ekki ganga svona fyrir sig, vanda þarf til verka. Nú spyrjum við þig háttvirtur ráðherra; Hvar eru lífssýnin okkar, sem tekin voru í endaðan febrúar og byrjun mars? Eru þau í Danmörku, er búið að greina þau? Eru einhverjar niðurstöður komnar úr þeim sýnum sem send voru út. Og ef svo er, hvenær bárust þær? Og er búið að upplýsa þær konur ef einhverjar eru? Við undirritaðar og fjölmargar fleiri búum við það að kíkja inná "mínar síður" á island.is eða Heilsuvera.is á hverjum degi, jafnvel tvisvar á dag til að leita eftir pósti með svörum um niðurstöður, því annars staðar getum við ekki nálgast niðurstöðu úr greiningu lífssýna okkar. Og hvenær og hvernig verður staðið að málum ef sýnin okkar benda til sjúkdóms. Þurfum við þá að fara í frekari rannsóknir hjá Heilsugæslunni, kvensjúkdómalæknum eða.... já hvert verðum við "sendar"? Okkur er alls ekki sama hver mun fylgja okkur eftir, reynist eitthvað að, né hvernig að því er staðið. Mun Samhæfingarstöðin sjá til þess að við fáum samstundis áframhaldandi þjónustu? Nú höfum við beðið í 4 mánuði frá því fyrstu sýnin voru tekin og þykir okkur biðin vera orðin ansi löng. Þolinmæðin er fyrir löngu á þrotum og krefjumst við svara. Að síðustu leikur okkur forvitni á að vita; hvar eru lífssýnin okkar og hversu lengi í viðbót þurfum við að bíða eftir niðurstöðum? Við spyrjum því einnig til viðbótar því sem fram er komið hér að framan: Hvaða reglur gilda nú um meðferð og skráningu sýnanna okkar? Auk lagaákvæða gilda t.d. sérstakar reglur um lífsýnasafn Krabbameinsfélags Íslands. 1.Af hverju er ekki hægt svar fyrr til um niðurstöður rannsóknanna líkt og forsvarsmenn og konur Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna (FÍFK) hafa bent á að yrði, væru sýnin greind hér á landi. 2.Telur þú ráðherra góður að þetta sé boðleg þjónusta? Fjöldi kvenna bíður í óvissu og tími getur vegið þungt í þeim tilvikum sem grípa þarf til meðferðar af einhverju taki. Svona sjúkdómur bíður ekki eftir að skikki verði komið á málin. 3.Hvers vegna var ekki hlustað á fagfólk eins og meirihluta fagráðs um skimanir fyrir leghálskrabbameini og FÍFK? Svandís, tíminn líður hratt og engin merki eru um að þessi mál séu að komast í lag þegar þetta átti í fyrsta lagi aldrei að þurfa að fara í þennan farveg. Við væntum greinargóðra svara innan 7 virkra daga. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir og Jóna Dóra Karlsdóttir
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun