Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira