Nokkur innanlandssmit rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. mars 2021 11:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nokkuð um það að smit leki í gegnum landamærin. Júlíus sigurjónsson Nokkur kórónuveirusmit sem greinst hafa undanfarna daga eru rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en tíu innanlandssmit greindust í gær. Níu þeirra voru í sóttkví og tengdust fyrri smitum. Ekki hefur tekist að tengja tilfellið sem fannst utan sóttkvíar við önnur smit en Þórólfur vonast til að það skýrist þegar raðgreiningu lýkur. „Við sjáum að fyrri smit sem hafa verið greinast undanfarna daga tengjast nokkur og við erum búin að sjá að það tengist aðila sem hefur greinilega ekki haldið sóttkví á landamærunum og greindist í seinni skimun. Við erum að sjá þetta aftur og aftur að það er greinilegt að smit eru að leka hérna inn frá fólki sem er ekki að halda sóttkví,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að um hafi verið að ræða erlendan ferðamann en veit ekki til þess að hann hafi komið hingað sérstaklega til að skoða gosstöðvarnar. Þá hefur hann ekki upplýsingar um það hvenær einstaklingurinn kom til landsins. „Þetta er ferðamaður sem er að koma hingað. Vonandi erum við að laga þetta með þessum nýju aðgerðum sem koma til framkvæmda þann 1. apríl sem skylda fólk til að fara á sóttkvíarhótel svo það sé hægt að fylgjast betur með fólki sem er að koma frá löndum þar sem tíðnin er há.“ Þórólfur segir að í kringum 10% ferðamanna sem komi til landsins séu nú með bólusetninga- eða mótefnavottorð og á hann von á því að sú tala fari hækkandi. Skólar opni eftir páska Þórólfur vinnur nú að minnisblaði um framhald skólahalds og hefur gefið út að hann muni leggja til að skólar fái að opna aftur strax eftir páska. Ekki hefur farið fram staðarnám í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum eftir að hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi síðasta fimmtudag. Von er á um sextíu komum- og brottförum á Keflavíkurflugvelli nú um páskana en flugferðirnar voru tólf á sama tíma í fyrra. Þórólfur segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur ef mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Íslands á skömmum tíma. „Það er klárt mál að við getum ekki ráðið við ótakmarkaðan fjölda ferðamanna og haldið uppi nauðsynlegum sóttvörnum á landamærunum, það mun þá eitthvað undan láta myndi ég halda.“ Mikilvægast að halda fjölda smita utan við sóttkví í lágmarki Þórólfur segir að áfram verði að fylgjast vel með stöðunni. „Ég vona bara að við förum að ná utan um þessi smit sem greinast utan sóttkvíar en það segir okkur bara að veiran er komin út fyrir þessi mörk sem við viljum hafa hana í. Vonandi tekst okkur að ná utan um þetta á næstu dögum.“ Hann bætir við að það geti þó tekið tvær til þrjár vikur sem sé sá tími sem núverandi reglur eru í gildi. „Við megum alveg búast við að við greinum áfram fólk sem er í sóttkví, það er bara eðlilegt og viðbúið, en við viljum ekki fara að sjá einhverja fjölgun á fólki sem er að greinast utan sóttkvíar. Þá er þetta að dreifast meira um samfélagið og fólk kannski ekki að fara eftir þessum reglum sem við höfum sett upp.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. 30. mars 2021 10:57 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29. mars 2021 21:01 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
„Við sjáum að fyrri smit sem hafa verið greinast undanfarna daga tengjast nokkur og við erum búin að sjá að það tengist aðila sem hefur greinilega ekki haldið sóttkví á landamærunum og greindist í seinni skimun. Við erum að sjá þetta aftur og aftur að það er greinilegt að smit eru að leka hérna inn frá fólki sem er ekki að halda sóttkví,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann segir að um hafi verið að ræða erlendan ferðamann en veit ekki til þess að hann hafi komið hingað sérstaklega til að skoða gosstöðvarnar. Þá hefur hann ekki upplýsingar um það hvenær einstaklingurinn kom til landsins. „Þetta er ferðamaður sem er að koma hingað. Vonandi erum við að laga þetta með þessum nýju aðgerðum sem koma til framkvæmda þann 1. apríl sem skylda fólk til að fara á sóttkvíarhótel svo það sé hægt að fylgjast betur með fólki sem er að koma frá löndum þar sem tíðnin er há.“ Þórólfur segir að í kringum 10% ferðamanna sem komi til landsins séu nú með bólusetninga- eða mótefnavottorð og á hann von á því að sú tala fari hækkandi. Skólar opni eftir páska Þórólfur vinnur nú að minnisblaði um framhald skólahalds og hefur gefið út að hann muni leggja til að skólar fái að opna aftur strax eftir páska. Ekki hefur farið fram staðarnám í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum eftir að hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi síðasta fimmtudag. Von er á um sextíu komum- og brottförum á Keflavíkurflugvelli nú um páskana en flugferðirnar voru tólf á sama tíma í fyrra. Þórólfur segir að það sé ástæða til að hafa áhyggjur ef mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína til Íslands á skömmum tíma. „Það er klárt mál að við getum ekki ráðið við ótakmarkaðan fjölda ferðamanna og haldið uppi nauðsynlegum sóttvörnum á landamærunum, það mun þá eitthvað undan láta myndi ég halda.“ Mikilvægast að halda fjölda smita utan við sóttkví í lágmarki Þórólfur segir að áfram verði að fylgjast vel með stöðunni. „Ég vona bara að við förum að ná utan um þessi smit sem greinast utan sóttkvíar en það segir okkur bara að veiran er komin út fyrir þessi mörk sem við viljum hafa hana í. Vonandi tekst okkur að ná utan um þetta á næstu dögum.“ Hann bætir við að það geti þó tekið tvær til þrjár vikur sem sé sá tími sem núverandi reglur eru í gildi. „Við megum alveg búast við að við greinum áfram fólk sem er í sóttkví, það er bara eðlilegt og viðbúið, en við viljum ekki fara að sjá einhverja fjölgun á fólki sem er að greinast utan sóttkvíar. Þá er þetta að dreifast meira um samfélagið og fólk kannski ekki að fara eftir þessum reglum sem við höfum sett upp.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. 30. mars 2021 10:57 Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30 Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29. mars 2021 21:01 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. 30. mars 2021 10:57
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. 29. mars 2021 21:30
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. 29. mars 2021 21:01