Endurskipuleggja fjármál Strandabyggðar Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 18:33 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gísli Jónsson, oddviti Strandabyggðar, þegar þeir skrifuðu undir samkomulagið í dag. Stjórnarráðið Sveitarfélagið Strandabyggð fær þrjátíu milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga með samkomulagi sem það hefur gert við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um fjárhagslega endurskipulagningu þess. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið þungur að undanförnu. Samkomulagið miðar að því að unnt verði að ná jafnvægi í rekstri Strandabyggðar og að sveitarfélagið standist fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. Greining endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í fyrra leiddi í ljós að venjubundinn rekstur sveitarfélagsins stæði ekki undir skuldbindingum þess og að verulegur halli væri fyrirséður á rekstrinum. Sveitarstjórn Strandabyggðar óskaði eftir viðræðum við ríkið um samkomulag um fjármál sveitarfélagsins í byrjun mars. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga mælti með því að ráðuneytið gerði samkomulag við Strandabyggð. „Markmið samkomulagsins eru að stuðla að markvissri vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri Strandabyggðar, skapa grundvöll fyrir fjárhagsáætlanagerð og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2025 og móta verkefnaáætlun sveitarstjórnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um samkomulagið. Óháður ráðgjafi verður ráðinn til að vinna með sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins að fjárhagslegri greiningu og markmiðasetningu samkvæmt samkomulaginu. Sveitarstjórnin skuldbindur sig einnig til að vinna að hagræðingu í rekstri og draga úr rekstrarútgjöldum eins og kostur er, jafnframt því sem leitast verður við að auka tekjur. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir að unnin verði úttekt á kostum sameiningar við önnur sveitarfélög og fjárhagsleg áhrif sameiningar. Strandabyggð varð til við sameiningu Hólmavíkur- og Broddaneshrepps á Vestfjörðum árið 2006. Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Samkomulagið miðar að því að unnt verði að ná jafnvægi í rekstri Strandabyggðar og að sveitarfélagið standist fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga. Greining endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í fyrra leiddi í ljós að venjubundinn rekstur sveitarfélagsins stæði ekki undir skuldbindingum þess og að verulegur halli væri fyrirséður á rekstrinum. Sveitarstjórn Strandabyggðar óskaði eftir viðræðum við ríkið um samkomulag um fjármál sveitarfélagsins í byrjun mars. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga mælti með því að ráðuneytið gerði samkomulag við Strandabyggð. „Markmið samkomulagsins eru að stuðla að markvissri vinnu við fjárhagslega endurskipulagningu og hagræðingu í rekstri Strandabyggðar, skapa grundvöll fyrir fjárhagsáætlanagerð og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2025 og móta verkefnaáætlun sveitarstjórnar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins um samkomulagið. Óháður ráðgjafi verður ráðinn til að vinna með sveitarstjóra og starfsmönnum sveitarfélagsins að fjárhagslegri greiningu og markmiðasetningu samkvæmt samkomulaginu. Sveitarstjórnin skuldbindur sig einnig til að vinna að hagræðingu í rekstri og draga úr rekstrarútgjöldum eins og kostur er, jafnframt því sem leitast verður við að auka tekjur. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir að unnin verði úttekt á kostum sameiningar við önnur sveitarfélög og fjárhagsleg áhrif sameiningar. Strandabyggð varð til við sameiningu Hólmavíkur- og Broddaneshrepps á Vestfjörðum árið 2006.
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira