Hættu snarlega við öll páskaplön Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. mars 2021 21:15 Hugrún R. Hjaltadóttir og Guðrún Halla Benjamínsdóttir höfðu báðar skipulagt ferðalag yfir páskana. Þegar samkomutakmarkanir voru hertar hættu þær snarlega við. Samsett Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi 25. mars. Hótelstjórar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja að strax þá, þegar skíðasvæðum var lokað og viðburðum aflýst, hafi afbókanir tekið að hrannast inn. Áður hafði jafnvel verið fullbókað á hótelunum yfir páskana. „Það var mjög mikið afbókað. Við vorum með fullt hótel fyrir það. En nú er nóg laust. Það datt eiginlega allt niður,“ segir Kristján Þór Kristjánsson hjá Hótel Ísafirði í samtali við fréttastofu. „Það spilar inn í að Aldrei fór ég suður var aflýst og svo datt skíðasvæðið niður líka. Þetta var náttúrulega skellur.“ Hótel Ísafjörður.Vísir/Samúel Engin ferðalög og minna áfengi Þá virðast Íslendingar ætla að gæta meira hófs í áfengiskaupum í ár en í fyrra. Í gær, mánudaginn fyrir páska, seldust um tíu þúsund færri áfengislítrar hjá Vínbúðunum en sama dag fyrir ári síðan. Landsmenn virðast því ætla að ganga hægar um gleðinnar dyr um páskana en áætlað var. Næstum allir sem fréttastofa ræddi við fyrir utan Bónus í Skeifunni í dag höfðu aflýst páskaplönum. Hugrún R. Hjaltadóttir kvaðst ekki hafa skipulagt neitt um páskana. „Við ætluðum að fara fjölskyldan til Akureyrar og vera þar, og vonandi komast á skíði, en það varð auðvitað ekkert úr því.“ Hið sama var uppi á teningnum hjá Þórunni Baldvinsdóttur. „Plönin breyttust aðeins. Við ætluðum að fara norður, til Akureyrar, en enduðum á að vera bara heima.“ Hlýðum Víði og verum heima var viðkvæðið. „Planið var að fara heim til Ísafjarðar en í ljósi aðstæðna þá sló ég því á frest og var bara í Reykjavík,“ sagði Aron Guðmundsson. Og ákvaðstu þetta um leið og samkomutakmarkanir voru hertar þarna um daginn? „Já, um leið og fólk var beðið um að halda sig heima þá bara hlýðir maður því. Hlýðir Víði.“ Guðrún Halla Benjamínsdóttir ætlaði í sumarbústað yfir páskana en mun halda sig heima. „Við eigum að vera heima,“ sagði hún ákveðin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Páskar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira