Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 13:23 Von er á allt að 300 manns á sóttkvíarhótelið í dag en samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið milli fyrri og seinni sýnatöku. VISIR/VILHELM Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48