Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. apríl 2021 20:25 Uppskeran í Silfurtúni lítur nokkuð vel út en þar eru jarðarber týnd af plöntunum alla daga vikunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir. Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum. Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni hafa ræktað jarðarber í tuttugu ár með góðum árangri. Nú er verið að uppskera á fullu þessa dagana, týna berin af plöntunum, vigta í öskjurnar og setja merkimiðana á áður en sendingarnar fara í verslanir. En hvernig lítur uppskeran út? „Við erum bara þokkalega sátt með hana. Þetta eru jarðarber í lýsingu og svo á þetta að taka við hvað af öðru. Ég veit að fólk bíður spennt eftir berjunum enda jafnast náttúrulega ekkert á við ný íslensk jarðarber,“ segir Olga. Olga segir að ræktun á jarðarberjum sé flókin enda þurfi að huga að ótal hlutum og allir þurfi þeir að ganga upp eigi að takast vel með ræktunina. Ný og fersk jarðarber, Silfurber frá Silfurtúni á Flúðum ættu nú að vera komin í verslanir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krakkar eru ekki síður hrifin af jarðarberjum en fullorðna fólkið. „Já, þau eru mjög hrifin af berjunum, það er voðalega gaman af gefa þeim. Mér þótti alltaf voðalega gaman þegar krakkarnir í nágrenninu komu með nammipeninginn að kaupa sér jarðarber en ekki að fara út í búð og kaupa sér nammi“. En hvað segir Olga, með hverju er best að borða jarðarberin? „Mér finnst náttúrulega best að borða þau með öllu, sama hvað það er en best er þau náttúrulega fersk með rjóma.“ Silfurtúni er líka sölukofi með sjálfsafgreiðslu þar sem gestir og gangandi geta komið og verslað sér jarðarber og jafnvel kartöflur líka. Hverjum og einum er treyst fyrir að borga og segir Eiríkur að fólk sé mjög samviskusamt með það. Eiríkur við sölukofann þar sem hægt er að kaupa ný jarðarber og kartöflur, sem ræktaðar eru á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Garðyrkja Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Olga Lind Guðmundsdóttir og Eiríkur Ágústsson í Silfurtúni hafa ræktað jarðarber í tuttugu ár með góðum árangri. Nú er verið að uppskera á fullu þessa dagana, týna berin af plöntunum, vigta í öskjurnar og setja merkimiðana á áður en sendingarnar fara í verslanir. En hvernig lítur uppskeran út? „Við erum bara þokkalega sátt með hana. Þetta eru jarðarber í lýsingu og svo á þetta að taka við hvað af öðru. Ég veit að fólk bíður spennt eftir berjunum enda jafnast náttúrulega ekkert á við ný íslensk jarðarber,“ segir Olga. Olga segir að ræktun á jarðarberjum sé flókin enda þurfi að huga að ótal hlutum og allir þurfi þeir að ganga upp eigi að takast vel með ræktunina. Ný og fersk jarðarber, Silfurber frá Silfurtúni á Flúðum ættu nú að vera komin í verslanir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Krakkar eru ekki síður hrifin af jarðarberjum en fullorðna fólkið. „Já, þau eru mjög hrifin af berjunum, það er voðalega gaman af gefa þeim. Mér þótti alltaf voðalega gaman þegar krakkarnir í nágrenninu komu með nammipeninginn að kaupa sér jarðarber en ekki að fara út í búð og kaupa sér nammi“. En hvað segir Olga, með hverju er best að borða jarðarberin? „Mér finnst náttúrulega best að borða þau með öllu, sama hvað það er en best er þau náttúrulega fersk með rjóma.“ Silfurtúni er líka sölukofi með sjálfsafgreiðslu þar sem gestir og gangandi geta komið og verslað sér jarðarber og jafnvel kartöflur líka. Hverjum og einum er treyst fyrir að borga og segir Eiríkur að fólk sé mjög samviskusamt með það. Eiríkur við sölukofann þar sem hægt er að kaupa ný jarðarber og kartöflur, sem ræktaðar eru á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Garðyrkja Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira