Vilja hreinsa óbragðið úr munninum eftir úrslitaleikinn 2018 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2021 15:31 Sergio Ramos dregur Mohamed Salah niður í grasið í úrslitaleik Real Madrid og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2018. getty/VI Images Real Madrid og Liverpool mætast í fyrsta sinn í kvöld síðan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir þremur árum. Real Madrid vann úrslitaleikinn í Kænugarði, 3-1, og varð þar með Evrópumeistari þriðja árið í röð. Margir stuðningsmenn Liverpool eru eflaust enn með óbragð í munni eftir úrslitaleikinn 2018. Hans er fyrst og fremst minnst fyrir þrennt; þegar Mohamed Salah meiddist eftir viðskipti við Sergio Ramos, stórkostlegt mark Gareths Bale og tvenn skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool. Salah spilaði aðeins í um hálftíma í úrslitaleiknum en hann meiddist á öxl eftir að Ramos dró hann með sér niður í grasið. Staðan í hálfleik var markalaus en á 51. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir eftir að Karius kastaði boltanum í hann. Sadio Mané jafnaði fyrir Liverpool fjórum mínútum síðar. Bale kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og aðeins tveimur mínútum skoraði hann með frábærri klippu eftir fyrirgjöf Marcelos. Waleverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Real Madrid sjö mínútum fyrir leikslok. Karius missti þá skot Bales af löngu færi klaufalega inn. Karius hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan þá. Klippa: Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2018 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sínir menn séu ekki í hefndarhug eftir úrslitaleikinn 2018. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan.“ Ramos verður fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af hinum aðalmiðverði Real Madrid, Raphaël Varane, sem greindist með kórónuveiruna. Síðast þegar Ramos og Varane voru fjarverandi í sama Meistaradeildarleiknum, í desember 2018, tapaði Real Madrid 0-3 fyrir CSKA Moskvu á heimavelli. Arnór Sigurðsson skoraði eitt marka rússneska liðsins. Nacho og Éder Militao munu væntanlega standa vaktina í miðri vörn Real Madrid í kvöld í fjarveru Varanes og Ramos. Real Madrid getur ekki reitt sig á þá Sergio Ramos og Raphaël Varane í kvöld.getty/David S. Bustamante Liverpool-menn vorkenna Madrídingum eflaust lítið að vera án miðvarðaparsins síns en þrír bestu miðverðir Liverpool, Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joël Matip, eru allir á sjúkralistanum og hafa verið þar nánast allt tímabilið. Ozan Kabak og Nathaniel Philipps léku vel í vörn Liverpool í 3-0 sigrinum á Arsenal á laugardaginn og halda væntanlega stöðum sínum í kvöld. Diogo Jota skoraði tvívegis í leiknum um helgina og gerir sér væntanlega vonir um að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur skorað tólf mörk fyrir Liverpool í vetur líkt og Mané. Salah er langmarkahæstur Englandsmeistaranna á tímabilinu með 26 mörk. Fær Diogo Jota tækifæri í byrjunarliði Liverpool í kvöld?getty/Catherine Ivill Eftir misjafnt gengi framan af tímabili hefur Real Madrid verið á frábæru skriði að undanförnu. Madrídingar hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og gert tvö jafntefli. Real Madrid er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid. Það er skammt stórra högga á milli hjá Real Madrid þessa dagana. Á laugardaginn mætir liðið Barcelona í El Clásico og á miðvikudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Liverpool. Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Dortmund sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerði upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Frumsýning hjá Haaland á Etihad Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6. apríl 2021 14:01 Varane með veiruna og missir af leikjunum gegn Liverpool Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid, er með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid staðfesti þetta í morgun. 6. apríl 2021 11:44 Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. 6. apríl 2021 08:01 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Margir stuðningsmenn Liverpool eru eflaust enn með óbragð í munni eftir úrslitaleikinn 2018. Hans er fyrst og fremst minnst fyrir þrennt; þegar Mohamed Salah meiddist eftir viðskipti við Sergio Ramos, stórkostlegt mark Gareths Bale og tvenn skelfileg mistök Loris Karius í marki Liverpool. Salah spilaði aðeins í um hálftíma í úrslitaleiknum en hann meiddist á öxl eftir að Ramos dró hann með sér niður í grasið. Staðan í hálfleik var markalaus en á 51. mínútu kom Karim Benzema Real Madrid yfir eftir að Karius kastaði boltanum í hann. Sadio Mané jafnaði fyrir Liverpool fjórum mínútum síðar. Bale kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og aðeins tveimur mínútum skoraði hann með frábærri klippu eftir fyrirgjöf Marcelos. Waleverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Real Madrid sjö mínútum fyrir leikslok. Karius missti þá skot Bales af löngu færi klaufalega inn. Karius hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan þá. Klippa: Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar 2018 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að sínir menn séu ekki í hefndarhug eftir úrslitaleikinn 2018. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan.“ Ramos verður fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af hinum aðalmiðverði Real Madrid, Raphaël Varane, sem greindist með kórónuveiruna. Síðast þegar Ramos og Varane voru fjarverandi í sama Meistaradeildarleiknum, í desember 2018, tapaði Real Madrid 0-3 fyrir CSKA Moskvu á heimavelli. Arnór Sigurðsson skoraði eitt marka rússneska liðsins. Nacho og Éder Militao munu væntanlega standa vaktina í miðri vörn Real Madrid í kvöld í fjarveru Varanes og Ramos. Real Madrid getur ekki reitt sig á þá Sergio Ramos og Raphaël Varane í kvöld.getty/David S. Bustamante Liverpool-menn vorkenna Madrídingum eflaust lítið að vera án miðvarðaparsins síns en þrír bestu miðverðir Liverpool, Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joël Matip, eru allir á sjúkralistanum og hafa verið þar nánast allt tímabilið. Ozan Kabak og Nathaniel Philipps léku vel í vörn Liverpool í 3-0 sigrinum á Arsenal á laugardaginn og halda væntanlega stöðum sínum í kvöld. Diogo Jota skoraði tvívegis í leiknum um helgina og gerir sér væntanlega vonir um að vera í byrjunarliðinu í kvöld. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur skorað tólf mörk fyrir Liverpool í vetur líkt og Mané. Salah er langmarkahæstur Englandsmeistaranna á tímabilinu með 26 mörk. Fær Diogo Jota tækifæri í byrjunarliði Liverpool í kvöld?getty/Catherine Ivill Eftir misjafnt gengi framan af tímabili hefur Real Madrid verið á frábæru skriði að undanförnu. Madrídingar hafa unnið níu af síðustu ellefu leikjum sínum og gert tvö jafntefli. Real Madrid er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, aðeins þremur stigum á eftir toppliði Atlético Madrid. Það er skammt stórra högga á milli hjá Real Madrid þessa dagana. Á laugardaginn mætir liðið Barcelona í El Clásico og á miðvikudaginn er svo komið að seinni leiknum gegn Liverpool. Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Dortmund sem verður sýndur á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerði upp í Meistaradeildarmörkunum klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Frumsýning hjá Haaland á Etihad Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6. apríl 2021 14:01 Varane með veiruna og missir af leikjunum gegn Liverpool Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid, er með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid staðfesti þetta í morgun. 6. apríl 2021 11:44 Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. 6. apríl 2021 08:01 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Sjá meira
Frumsýning hjá Haaland á Etihad Manchester City heldur áfram á braut sinni í leit að fernunni svokölluðu þegar Borussia Dortmund mætir í heimsókn á Etihad leikvanginn í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. 6. apríl 2021 14:01
Varane með veiruna og missir af leikjunum gegn Liverpool Raphaël Varane, miðvörður Real Madrid, er með kórónuveiruna og missir af leiknum gegn Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid staðfesti þetta í morgun. 6. apríl 2021 11:44
Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. 6. apríl 2021 08:01