Að skapa jarðveginn Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 09:30 Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eftirspurn á fasteignamarkaði eykst. Þar er mikil hreyfing á bæði nýbyggingum og eldri eignum. En er nógu mikið byggt? Hvernig liggur landið úti á landi? Getur byggingariðnaðurinn annað eftirspurn? Þekkt dæmi er lélegt framboð af lóðum og hæg uppbygging úti á landi. Sem veldur því að fólk finnur ekki eignina fyrir sig í heimabæ sínum. Hægt er að stuðla að auknu framboði húsnæðis á þeim svæðum sem fólk kýs að búa á. Það þarf að skapa jarðveginn og skoða hvar við erum að baka okkur vandræðin. Bæði þarf aðgerðir ríkis og sveitarfélaga til að efla markaðinn Aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði eiga að stuðla að jafnvægi og stöðugleika á markaðnum. Aðgerðir eins og að einfalda byggingareglugerðir og einfalda veitingu byggingarleyfa. Skipulagsmál sveitarfélaganna þarf að skoða, en ýmist er um að ræða ákvörðunarfælni eða flóknar aðferðir við að taka ákvarðanir í skipulagsmálum og ganga frá þeim í kerfinu. Úttekt OECD á samkeppnishæfni Íslands í ferðaþjónustu og byggingariðnaði leiddi í ljós að regluvæðing byggingariðnaðarins læsir fjármagn inni. Með því að fylgja því verkefni eftir leysum við úr læðingi tugi milljarða á ári sem geta farið í önnur verkefni til að bæta lífskjör okkar. Ónauðsynlegar reglur Sleppa þarf tökum á ýmsum fyrirframákveðnum hugmyndum um nýtingu hvers og eins á húsnæði sínu. Til dæmis má nefna frábært atvik sem rataði í fjölmiðla um daginn, þar var úttekt á nýbyggingu háð því hversu margir fermetrar af grænu grasi og alveg sérstakri tegund berjarunna væri á mjög afmarkaðri séreign fasteignarinnar. Þetta eru atriði sem eru alltof nákvæm og eiga ekki að vera háð úttektinni. Einnig bjóða svona reglur upp á verulegan aukinn kostnað við nýbyggingar, sem engin þörf er á. Þarfir markaðarins Þá væri líka ágætt að hugmyndir um „þarfir markaðarins“, eins og til dæmis svefnherbergjafjöldi í fjöleignarhúsi, kæmu frá þeim sem eiga bein viðskipti við markaðinn og fólkið. Má hér nefna dæmi um kröfur byggingarfulltrúa um 5-herbergja íbúðir í fjöleignarhúsi sem seljast illa á markaði vegna þess að þeir sem leita sér af 5 herbergja íbúðum vilja frekar eignir eins og par-, rað- eða einbýlishús. Þrátt fyrir það var verktökum gert að byggja þessar stóru íbúðir í fjöleignarhúsum, þvert á sinn vilja og þarfir markaðarins. Við erum gjörn að flækja fyrir okkur ýmsa hluti en hér er tækifæri til að gera betur. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðausturlandi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun