Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 16:07 Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Hrafnkell Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18
„Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent