Svandís útilokar ekki breytingu á lögum Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2021 16:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra útilokar ekki lagabreytingu vegna sóttvarnaaðgerða við landamærin. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur kynnt nýja reglugerð um sóttvarnaráðstafanir á landamærum sem tekur gildi á miðnætti. Nú er ekki skylda að fara á sóttkvíarhótel ef maður getur uppfyllt nauðsynleg skilyrði heimasóttkvíar, svo sem um að enginn annar sé til dvalar í sama húsnæði. Ráðherra segir í viðtali við fréttastofu að hún hafi verið fullvissuð um það af sínu fólki í ráðuneytinu að nýja reglugerðin standist gildandi lög. „Þetta er í raun og veru orðið skýrara, ef svo má að orði komast. Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku og tryggja útiveru,“ segir Svandís. Reglugerðin byggir á tillögum sóttvarnalæknis. „Í raun og veru hef ég algerlega tekið undir allar tillögur sóttvarnalæknis og gert þær að mínum með því að setja þær inn í nýja reglugerð,“ segir Svandís. „Það eru reyndar tvær tillögur sem eru ekki beinlínis á mínu valdsviði en ég uppfylli þær með því að skrifa bréf. Það er annars vegar að hækka sektir umtalsvert sem er á borði ríkissaksóknara og hins vegar er tillaga um það að herða eftirlit og hafa það markvissara og það er þá ríkislögreglustjóri sem fær það erindi til sín,“ heldur ráðherra áfram. Önnur breyting á reglugerðinni er sú að gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví, getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi. Útilokar ekki lagabreytingu Rætt hefur verið um að breyta þurfi lögum til að gera löglegt það sem reyndist ólögmætt fyrirkomulag fyrir dómstólum, um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli. Svandís segir að ný reglugerð útiloki ekki að lagabreytingar komi til. „Ég held að það sé ekki útilokað að enn sé þörf á að breyta lögum. Við þurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga.“ Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld. „Við ættum að sjá áhrif þessara breytinga fljótt og vel,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís sagði í gær í kvöldfréttum Stöðvar 2 að markmiðið væri að ná utan um smit í samfélaginu og að þau kæmust ekki inn í landið. Hún sagði þá að ef niðurstaða Landsréttar væri sú sama og héraðsdóms, sem hún var, þá yrði að huga að því hvernig mætti ná þessum sömu markmiðum með öðrum hætti. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Ráðherra segir í viðtali við fréttastofu að hún hafi verið fullvissuð um það af sínu fólki í ráðuneytinu að nýja reglugerðin standist gildandi lög. „Þetta er í raun og veru orðið skýrara, ef svo má að orði komast. Svo höfum við líka tekið ákvörðun um að falla frá gjaldtöku og tryggja útiveru,“ segir Svandís. Reglugerðin byggir á tillögum sóttvarnalæknis. „Í raun og veru hef ég algerlega tekið undir allar tillögur sóttvarnalæknis og gert þær að mínum með því að setja þær inn í nýja reglugerð,“ segir Svandís. „Það eru reyndar tvær tillögur sem eru ekki beinlínis á mínu valdsviði en ég uppfylli þær með því að skrifa bréf. Það er annars vegar að hækka sektir umtalsvert sem er á borði ríkissaksóknara og hins vegar er tillaga um það að herða eftirlit og hafa það markvissara og það er þá ríkislögreglustjóri sem fær það erindi til sín,“ heldur ráðherra áfram. Önnur breyting á reglugerðinni er sú að gerist einstaklingur uppvís að því að brjóta heimasóttkví, getur sóttvarnalæknir ákveðið að hann skuli ljúka sóttkví í sóttvarnahúsi. Útilokar ekki lagabreytingu Rætt hefur verið um að breyta þurfi lögum til að gera löglegt það sem reyndist ólögmætt fyrirkomulag fyrir dómstólum, um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli. Svandís segir að ný reglugerð útiloki ekki að lagabreytingar komi til. „Ég held að það sé ekki útilokað að enn sé þörf á að breyta lögum. Við þurfum að velta því fyrir okkur áfram næstu daga.“ Reglugerðin tekur gildi á miðnætti í kvöld. „Við ættum að sjá áhrif þessara breytinga fljótt og vel,“ segir heilbrigðisráðherra. Svandís sagði í gær í kvöldfréttum Stöðvar 2 að markmiðið væri að ná utan um smit í samfélaginu og að þau kæmust ekki inn í landið. Hún sagði þá að ef niðurstaða Landsréttar væri sú sama og héraðsdóms, sem hún var, þá yrði að huga að því hvernig mætti ná þessum sömu markmiðum með öðrum hætti.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Sjá meira
Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti Skýrari kröfur verða gerðar um skilyrði fyrir heimasóttkví varðandi húsnæði og umgengnisreglur. Þeir sem ekki geta verið í heimasóttkví sem uppfyllir sett skilyrði þurfa að fara í sóttvarnahús. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina og fólki tryggð útivera. Ekki er gerður greinarmunur á því frá hvaða löndum fólk kemur. 8. apríl 2021 16:36
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdómur Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07
Þurfum að ná sömu markmiðum með öðrum hætti ef niðurstaðan verður staðfest Heilbrigðisráðherra segir niðurstöðu héraðsdóms um sóttkvíarhótel vera vonbrigði en næstu skref verða ákveðin eftir úrskurð Landsréttar. Þingmaður Pírata í velferðarnefnd segir málið risa stórt klúður og ætlar ekki að samþykkja lagabreytingar sem gætu skotið stoðum undir fyrirkomulagið. 6. apríl 2021 18:36