Ískalt á gosstöðvunum og ekki í sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. apríl 2021 17:31 Leila var í stígvélum en Usama í íþróttaskó. Tökumaður Stöðvar 2 benti þeim á að þau væru alltof illa klædd til að vera að fara í gönguna upp að gosstöðvum. Vísir/Egill Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins. „Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira