Hundrað prósent jafnrétti hjá dúfum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2021 20:05 Karldúfa sem liggur á eggjum hjá þeim Helga og Lindu. Hér er einn ungi búin að klekjast úr eggi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Jafnrétti vefst ekki fyrir dúfum því þær eru með það allt upp á tíu því pabbinn liggur tólf tíma á sólarhring á eggjunum og mamman hina tólf tímana. Þá sér karlinn líka um að gefa ungunum mjólkina sína eins og kerlingin gerir líka. Reynir Bergvinsson og Linda Björgvinsdóttir eru með um hundrað dúfur á Selfossi og segja það eitt af allra skemmtilegustu áhugamálum sínum að hugsa um dúfurnar og fara með þær í keppnir. Nú eru fyrstu ungarnir fæddir en þeir stækka ótrúlega hratt. „Þetta er sá tími sem við förum að taka upp unga og undirbúa vor og sumar. Við pörum um jólaleytið og fáum ungana í febrúar. Ungauppeldið fer þannig fram að þau skiptast á að liggja á, pabbinn og mamman og gefa bæði mjólk, sérstaka dúfnamjólk, sem þau framleiða í sarpi og skipta jafnt á ungana,“ segir Helgi. Helgi segir það mjög magnað að karlfuglinn skuli framleiða mjólk. „Já, það eru ekki margar fuglategundir í heiminum þar sem karlfuglinn framleiðir mjólk til að gefa ungum sínum.“ Helgi Bergvinsson á Selfossi, sem er með um eitt hundrað dúfur á Selfossi með konu sinni, Lindu Björgvinsdóttur. Þau eiga von á um áttatíu ungum þetta vorið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeim fjölgar alltaf sem fá sér dúfur enda segir Helga þetta mikið nörda sport. „Enda gríðarlega gaman að vera með dúfur, ég er ekki hissa á að það fjölgi. Ræktunin og keppnin með dúfurnar er það skemmtilega við sportið, það er mikil spenna í kringum keppnirnar þar sem mikill metingur er á milli manna, það vilja allir vera kóngar,“ segir Helgi og hlær. Ungarnir eru mjög fljótir að stækka en þeir fá dúfnamjólk frá báðum foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira
Reynir Bergvinsson og Linda Björgvinsdóttir eru með um hundrað dúfur á Selfossi og segja það eitt af allra skemmtilegustu áhugamálum sínum að hugsa um dúfurnar og fara með þær í keppnir. Nú eru fyrstu ungarnir fæddir en þeir stækka ótrúlega hratt. „Þetta er sá tími sem við förum að taka upp unga og undirbúa vor og sumar. Við pörum um jólaleytið og fáum ungana í febrúar. Ungauppeldið fer þannig fram að þau skiptast á að liggja á, pabbinn og mamman og gefa bæði mjólk, sérstaka dúfnamjólk, sem þau framleiða í sarpi og skipta jafnt á ungana,“ segir Helgi. Helgi segir það mjög magnað að karlfuglinn skuli framleiða mjólk. „Já, það eru ekki margar fuglategundir í heiminum þar sem karlfuglinn framleiðir mjólk til að gefa ungum sínum.“ Helgi Bergvinsson á Selfossi, sem er með um eitt hundrað dúfur á Selfossi með konu sinni, Lindu Björgvinsdóttur. Þau eiga von á um áttatíu ungum þetta vorið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeim fjölgar alltaf sem fá sér dúfur enda segir Helga þetta mikið nörda sport. „Enda gríðarlega gaman að vera með dúfur, ég er ekki hissa á að það fjölgi. Ræktunin og keppnin með dúfurnar er það skemmtilega við sportið, það er mikil spenna í kringum keppnirnar þar sem mikill metingur er á milli manna, það vilja allir vera kóngar,“ segir Helgi og hlær. Ungarnir eru mjög fljótir að stækka en þeir fá dúfnamjólk frá báðum foreldrum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Sjá meira