Hvernig sköpum við sjálfbær samfélög? Una Hildardóttir skrifar 12. apríl 2021 10:30 Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Vinstri græn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í komandi kosningum verða atvinnuleysi, loftslagsmál og samgöngur ofarlega í huga margra. Framundan er endurreisnartímabil þar sem mikilvægt er að skapa störf og efla ferðaþjónustuna á ný en á sama tíma að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland hefur sett sér háleit markmið um kolefnishlutleysi en raunhæfar aðgerðir kalla á aukið samráð og samþættingu í framkvæmdum. Góður leiðarvísir í þeirri vegferð eru heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna en Ísland hefur skuldbundið sig til þess að vinna að innleiðingu þeirra til ársins 2030. Eitt þessa markmiða snýr að sjálfbærum borgum og sveitarfélögum. Stjórnvöld þurfa að stuðla að sjálfbærni borga og samfélaga, ekki einungis er kemur að umhverfisvernd og landnýtingu heldur einnig efnhagslegrar- og félagslegrar sjálfbærni. Á komandi kjörtímabili er mikilvægt að skilgreina betur vaxtarsvæði innan höfuðborgarinnar með áherslu á nærliggjandi sveitarfélög. Það er mikilvægt að samfélagskjarnar sem liggja á jaðri höfuðborgarsvæðisins séu rýndir og metnir með sömu byggðarþróunarnálgun og sveitarfélög í dreifðari byggðum. Til þess að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu geti orðið sjálfbær þarf að tryggja að forsendur til atvinnusköpunnar séu til staðar innan kjördæmisins. Staðsetning opinberra stofnanna og starfa skiptir einnig miklu máli og tímabært er að dreifa þeim betur á höfuðborgarsvæðinu á annan hátt en að færa stöðugildi sem þegar eru fyllt á milli sveitarfélaga. Á sama tíma sjáum við hraða aukningu í störfum án staðsetningar sem kalla á aukna eftirspurn eftir samvinnurýmum, „cowork space“ , og litlum starfstöðum innan byggðarkjarna. Með því að auka sjálfbærni sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu getum við áorkað margt. Fjölbreytt starfsframboð innan þeirra getur dregið töluvert úr umferðarþunga á höfuðborgarsvæðinu. Það er bæði ósjálfbært og óskynsamlegt að flest öll störf hins opinbera séu staðsett í miðbæ Reykjavíkur eða í Borgartúni. Við sem kjósum að búa í nærliggjandi sveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið viljum sækja vinnu í okkar nærumhverfi líkt og við sækjum okkar helstu þjónustu. Við val á búsetu eru 45 mínútna samgögnur til og frá vinnu ekki efst á lista í búsetuvali og því mikilvægt að við eflingu atvinnulífs standi okkur störf til boða í heimahögum. Forsendur til atvinnuuppbyggingar, samvinnuskrifstofur og öflugar almenningssamgöngur eru uppskrift að sjálfbærum samfélögum, öllum til hagsbóta. Höfundur er forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar