Liverpool reynir aftur við ókleifan spænskan hamar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2021 11:00 Mohamed Salah skoraði í fyrri leiknum gegn Real Madrid og það mark gaf Liverpool von fyrir seinni leikinn. epa/Juanjo Martin Í annað sinn á þremur árum þarf Liverpool að vinna upp forskot spænsks stórliðs til að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira
Real Madrid er í vænlegri stöðu eftir 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna á Alfredo Di Stéfano leikvanginum í Madríd í síðustu viku. Vinícius Júnior skoraði tvö mörk fyrir Spánarmeistarana og Marco Asensio eitt. Mohamed Salah gerði mark ensku meistarana. Fyrir tveimur árum var Liverpool einnig ofan í djúpri holu eftir fyrri leikinn gegn erkifjendum Real Madrid, Barcelona, í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir eftir fyrri leikinn og án nokkurra lykilmanna komu Liverpool til baka með eftirminnilegum hætti. Divock Origi kom Liverpool í 1-0 á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Georginio Wijaldum jafnaði einvígið með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og á 79. mínútu kom Origi sér í guðatölu hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann skoraði annað mark sitt og fjórða mark liðsins. Origi skoraði einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Liverpool sigraði Tottenham, 2-0. Liverpool þarf nú aftur að reyna við, að því er virðist, ókleifan spænskan hamar. Staðan er vissulega ekki jafn snúin og fyrir tveimur árum enda sneri heim Liverpool með útivallarmark í farteskinu en núna nýtur Rauði herinn ekki liðssinnis stuðningsmanna sinna. Stemmningin á Anfield í leiknum gegn Barcelona var mögnuð og átti sinn þátt í viðsnúningi Liverpool. „Ef við sköpum fleiri færi en við gerðum í Madríd ætti þetta að vera mögulegt. En við getum ekki bara búist við endurkomu, sérstaklega á tómum velli. Við verðum skapa okkar eigin stemmningu aftur,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Sex sigrar í röð Liverpool vann Aston Villa, 2-1, á laugardaginn á meðan Real Madrid sigraði Barcelona með sömu markatölu í El Clásico sama dag. Með sigrinum komust Madrídingar tímabundið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en Atlético Madrid endurheimti toppsætið daginn eftir. Real Madrid hefur verið á frábæru skriði að undanförnu, unnið sex leiki í röð og ekki tapað síðan 30. janúar. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu standa Madrídingar vel að vígi í baráttunni um tvo stærstu titlana sem þeir eiga möguleika á, spænska meistaratitlinum og Evrópumeistaratitlinum. Real Madrid er með meirapróf í erfiðum leikjum í Meistaradeildinni og það er engin tilviljun að liðið hefur unnið hana fjórum sinnum síðan 2014. Magnaður Kroos Líkt og í fyrri leiknum verða Madrídingar án miðvarðanna Raphaëls Varane og Sergios Ramos í kvöld. Þeir eru báðir með kórónuveiruna og Ramos er meiddur í þokkabót. Éder Militao og Nacho hafa staðið vaktina í síðustu tveimur leikjum Real Madrid og gert það vel. Þeir litu allavega mun betur út en miðvarðapar Liverpool, sem samanstóð af Nathaniel Phillips og Ozan Kabak, í fyrri leiknum. Miðverðir Real Madrid fengu líka góða hjálp frá þremenningunum á miðju Real Madrid, þeim Casemiro, Luka Modric og Toni Kroos, í fyrri leiknum. Þeir hafa spilað einstaklega vel í undanförnum leikjum, sérstaklega Kroos sem lagði upp mark í fyrri leiknum gegn Liverpool og skoraði svo gegn Barcelona. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Borussia Dortmund og Manchester City á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport 2 og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Sjá meira