Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2021 16:43 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kalla alla bandaríska hermenn í Afganistan heim fyrir 11. september. Þá verða tuttugu ár liðin frá árásinni á Tvíburaturnanna svokölluðu, sem leiddi til innrásar Bandaríkjanna í Afganistan. Stríðið er það lengsta í sögu Bandaríkjanna. Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september. Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Biden er sagður ætla að tilkynna ákvörðun sína á morgun en fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá henni í dag. Ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafði gert samkomulag við Talibana, sem stjórnuðu Afganistan fyrir innrásina 2001 og stýra enn stórum hluta landsins, um að kalla alla hermenn heim fyrir 1. mars. Talibanar hafa heitið því að fjölga árásum á hermenn Bandaríkjanna og annarra Atlantshafsbandalagsríkja verði þeir ekki farnir frá landinu fyrir það. Í frétt Washington Post segir að möguleikar Bandaríkjamanna í Afganistan hafi verið teknir til skoðunar innan veggja Hvíta hússins og varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tveggja áratuga átök eru Talibanar í góðri stöðu í landinu og ríkisstjórn Afganistan og öryggissveitir hennar eru undir miklu álagi vegna mikils fjölda árása Talibana. Talibanar voru hraktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Ráðamenn í Afganistan hafa lýst yfir áhyggjum af því að bandarískir hermenn fari frá landinu eins og staðan er núna og óttast árlega vorsókn Talibana. Rúmlega tíu þúsund hermenn á vegum NATO eru í Afganistan og þar af rúmlega þrjú þúsund Bandaríkjamenn. Þeir vinna að mestu að því að þjálfa heimamenn. Yfirgefi Bandaríkin landið er ólíklegt að önnur ríki Bandaríkins geti haldið áfram aðgerðum þar. Einn heimildarmaður Washington Post segir að ef Bandaríkin rjúfi samkomulagið um að flytja hermenn heim fyrir 1. maí, án þess að hafa áætlun um hvenær hermenn verði kallaðir heim, lendi Bandaríkin aftur í stríði við Talibana. Það sé ekki eitthvað sem Biden telji í hag Bandaríkjanna. Því verði allir hermenn kallaðir heim fyrir fyrsta september.
Afganistan Bandaríkin NATO Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira