Bjarni segist ekki þurfa leyfi til að leggja fram frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 13. apríl 2021 20:31 Fjármálaráðherra segist ekki þurfa leyfi frá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvörp en hún hefur gagnrýnt frumvarp hans um lífeyrissjóði. Það gangi á lífeyrisrétt yngsta fólksins og hafi verið lagt fram án samráðs. Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson. Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Alþýðusambandið og forystumenn verkalýðsfélaga hafa brugðist illa við frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarks iðngjalds í lífeyrissjóði eftir innleiðingu svo kallaðrar tilgreindar séreignar. Ekkert samráð hafi verið haft við verkalýðshreyfinguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vísar hins vegar í yfirlýsingu stjórnvalda tengslum við gerð lífskjarasamninganna og það markmið að samræma lífeyriskjör ríkisstarfsmanna og almenna markaðarins. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir engan rökstuðning fylgja þeirri ákvörðun að hækka aldur þeirra sem greiða í lífeyrissjóð úr sextán árum í átján.Stöð 2/Sigurjón Drífa Snædal forseti ASÍ segir að í frumvarpinu sé meðal annars gert ráð fyrir að lífeyrisgreiðslualdur verði hækkaður úr sextán árum í átján án nokkurs rökstuðnings eða útreikninga. „Hugmyndin þarna að baki er ekki önnur en sú að það sé sami upphafsdagur réttindaávinnslu eins og er í almannatryggingakerfinu í raun og veru. Að það eigi að vera sama viðmiðunarmark. Það má eflaust hafa ólíkar skoðanir á því og við skulum bara ræða það,“ segir Bjarni. En forseti Alþýðusambandsins hefur fleira að athuga við frumvarp fjármálaráðherra. „Í öðru lagi er það það að verðbæta lífeyrinn bara einu sinni á ári. Ekki einu sinni í mánuði eins og flest annað er verðbætt í okkar samfélagi. Síðan í þriðja lagi það að enn og aftur á að skilja sjómennina eftir með tólf prósent lífeyrisiðgjöld en ekki fimmtán komma fimm með því að smygla þarna inn undanþáguákvæði vegna kjarasamninga,“ segir Drífa. Fjármálaráðherra segir að frumvarp hans geti að sjálfsögðu tekið breytingum í meðförum Alþingis en hann þurfi ekki leyfi frá ASÍ til að leggja fram frumvörp.Vísir/Vilhelm Bjarni segir breytingar á verðbótum ekki gerðar til að skerða lífeyrisgreiðslur til fólks. Þá helgist lífeyrisgreiðslur sjómanna af hlutaskiptum í launakerfi þeirra. Drífa segir Alþýðusambandið hafa mótmælt bæði vinnubrögðum ráðherra og innihaldi frumvarpsins á þjóðhagsráðsfundi og í bréfum til forsætis- og fjármálaráðherra. „Og ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að þingheimur ætli að fara með svona í gegn, þessi ákveðnu atriði í frumvarpinu, í andstöðu við vinnandi fólk í landinu,“ segir forseti ASÍ. Bjarni segir málin ekki útrædd. „Ég veit ekki hvort menn líta þannig á að maður þurfi að fá leyfi hjá verkalýðshreyfingunni til að leggja fram frumvarp á Alþingi. Stundum líður mér þannig. En ég held að það viti það flestir að það er ekki þannig sem hlutirnir ganga fyrir sig." Þannig að þú reiknar alveg eins með því að þetta frumvarp geti tekið breytingum hér í þinginu? „Að sjálfsögðu getur frumvarpið tekið breytingum,“ segir Bjarni Benediktsson.
Lífeyrissjóðir Alþingi Kjaramál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent