Skrúfað fyrir auglýsingar til flokksblaða í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2021 10:59 Ármann Kr. Ólafsson foringi Sjálfstæðismanna er bæjar- og framkvæmdastjóri í Kópavogi. Sigurbjörg Erla sem segir það skjóta skökku við að bæjaryfirvöld séu að kaupa auglýsingar í flokksblöðum þegar eina virka útgáfan er á vegum Sjálfstæðisflokksins. Nú stendur til að skjóta loku fyrir það. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fulltrúi Pírata í bæjarstjórn Kópavogs, segir að Sjálfstæðisflokkurinn þar hafi tvívegis fengið meira fjármagn en reglurnar heimila til að auglýsa í flokksblaði sínu. Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið. Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Sigurbjörg Erla greinir frá lyktum máls sem hún hefur verið að vinna í innan bæjarapparatsins í Kópavogi sem snýr að auglýsingum stjórnmálaflokkanna í blöðum sem gefin eru út á vegum flokkanna. „Við vorum að vinna þetta í bæjarráði þar sem ég lagði upphaflega fram fyrirspurn. Bæjarráð afgreiðir þetta þannig að vísa málinu til forsætisnefndar sem átti að vinna drög að reglum um þetta,“ segir Sigurbjörg Erla í samtali við Vísi. Nú liggur fyrir lögfræðiálit og kom forsætisnefnd með þá tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær að hætta alfarið kaupum á auglýsingum í miðlum á vegum stjórnmálaflokka. Vísir sagði af þessum aðfinnslum Sigurbjargar Erlu í byrjun árs. Sigurbjörg Erla segir að engar skrifaðar reglur hafi verið um þetta heldur eitthvað óljóst munnlegt samkomulag sem enginn fékk að vita um. „Það þurfti að setja einhvern ramma um þetta. Farsælast væri að leggja þetta niður, auglýsingar í miðlum á vegum flokka þegar aðeins einn flokkur stendur í virkri útgáfu. Ekki gott ef hugsað er til jafnræðis.“ Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið gefið út málgagn í Kópavogi sem heitir Vogar. Sjálfstæðisflokkurinn keyrir fram úr heimildum Í pistli sem Sigurbjörg Erla birti á Facebooksíðu sinni segir hún meðal annars frá því að fyrirspurn hennar á sínum tíma hafi leitt í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn var „ekki aðeins eini flokkurinn sem sótti sér auglýsingafé frá almenningi á hverju einasta ári, heldur sótti hann sér jafnframt tvívegis meira fjármagn en reglurnar heimila! Fullnaðarsigur! Kópavogsbær mun alfarið hætta að kaupa auglýsingar í málgögnum stjórnmálaflokka eftir pönkið...Posted by Sigurbjörg Erla Egilsdóttir on Þriðjudagur, 13. apríl 2021 Um 80% af heildargreiðslunum rann til Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu 2015-2020, eða 1.150.000 kr af 1.450.000 kr. Það er 250.000 krónum meira en þau hefðu samkvæmt viðmiði átt að geta fengið á sex ára tímabili“ Ekki það sama og að auglýsa í óháðum bæjarblöðum Sigurbjörg Erla segir spurð að ekki hafi komið til tals að Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiði þetta fé. „Nei, þau vilja réttlæta þetta og segja þetta komið úr öðrum lið. Að um sé að ræða auglýsingar keyptar í aukaútgáfu fyrir Alþingiskosningarnar 2016 og 2017. Segja að Kópavogsbær auglýsi kjörstaði sem víðast. En það er kannski ekki alveg sama að auglýsa slíkt í útgáfu sem stjórnmálaflokkur stendur að en í bæjarblöðum.“ Tvö bæjarblöð eru gefin út í Kópavogi sem njóta, að sögn Sigurbjargar Erlu, mikils lesturs: Kópavogspósturinn og Kópavogsblaðið.
Kópavogur Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?