Lykill að farsælli framtíð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. apríl 2021 16:01 Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun